Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 37
MÚLAÞING
35
aldamót, lætur síra Guðmundur færa: hundraðs hross í kúgildi
og hundrað ófrítt, kaleik og slopp, hest og 2 hundruð í geldfé
og söngbók. Er hann pá orðinn skuldugur kirkjunni um 12 hundr-
uð fyrir næstliðin 10 ár, sem er all mikið fé eins og sjá má af
pví, að pá eru Arnaldsstaðir 16 hundruð og hálfir Hrolllaugs-
staðir, sem nokkru fyrr bættust við kirkjueignirnar, 12 hundruð.
Allar eignir Valþjófsstaðarkirkju í lok 14. aldar eru svo mikl-
ar, að of langt er upp að telja hér lið fyrir lið, en geta má f>ess, að
innan kirkju eru bækur margar, líkneski og góðir gripir s. s. 3
kaleikar, 6 klukkur, 5 manna messuklæði og 6 altarisklæði. Bendir
pað til stórrar kirkju á ríkum stað. Kvöð er á staðnum að reiða
menn yfir á, veita fátækum beina á páskadag, fæða 3 marka
ómaga og 4 vígða menn. Tekjur voru miklar til að mæta þessum
útgjöldum, viðhaldi húsa og endurnýjun bústofnsins. Auk rekans,
hvals og viðar, og jarðeignanna tveggja, sem bcgar getur, eru
Þorgerðarstaðir taldir og fjórði hlutinn í Arnheiðarstöðum, Múla-
land milli merkigarðs og út að Arnaldsstöðum og J>ess garðs sem
er út frá Gnúpstöðum. Einnig land undir Kleif fram frá Þuríðar-
stöðum inn til jökla með öllum gæðum nema skógi, Selland að
Laugarhúsum og fjórðungur í Keldudal. Þá er talinn Bakkaskóg-
ur í landi Víðivalla og svo allir skógar frá lækjum fyrir utan
Maríutungur og til Sturluár. Skógarteigar tilheyra kirkjunni ut-
ar í Víðivallalandi og í Hrafnkelsstaðajörðu, Búðartungu o. v.
Lifandi fé eru 26 kýr, hundrað ásauðar, 6 ær og 4 hross, en 5
hundruð í virðingarfé.
Með hinum mikla fróðleik þessara máldaga skiljumst vér við
14. öldina og höldum fram á pá 15., en fyrri hluti hennar er
allur í myrkri. Er pað raunar í samræmi við þjóðarsöguna í heild,
en 15. öldin oft kölluð hin myrka í sögulegu tilliti vegna pess,
hve heimildir eru fáar og vitneskja lítil. Þeir 4 ValJjjófsstaðar-
prestar, sem ganga fram í ljós sögunnar úr dimmu aldarinnar, eru
allir á dögum á síðari hluta hennar, en máldagarnir 2, sem varð-
veitzt hafa, frá 1471 og 1491. — Svartidauði í aldarbyrjun og
ofan á hann stóráföll af völdum veðráttu, en álitið, að snjóavet-
urinn mikla frá nýári 1406 hafi 9/10 búfjár landsmanna fallið,
lömuðu pjóðlífið. Er sízt að efa, að ljómi hinna stóru staða hafi