Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 77
MÚLAÞING
75
BJARNI BJÖRNSSON OG VILBORG EIRÍKSDÓTTIR
Það er næsta lítið sem vitað er um þessi hjón og gera má ráð
fyrir pví að allt hafi verið tekið af Bjarna, sem faðir hans hefur
lagt honum til af fé til giftumála við Vilborgu, og pað virðist
ekki vera til bein heimild um að þessi Vilborg sé dóttir Eiríks á
Ási Snjólfssonar. En Snjólfur Bjarnason verður prestur í Ásbing-
um eftir aldamót 1600. Hann ætla menn hiklaust son Bjarna og
Vilborgar og vera staðfesting þess með sínu nafni að Vilborg
móðir hans sé dóttir Eiríks Snjólfssonar og sýnist að hafa megi
þetta fyrir satt og vart rengjandi.
En Snjólfur nær ekki búsetu á Ási. Hann sýnist búa á Hafra-
felli, sem hann hefur líklega náð undan Ási, pv\ forðum fylgdi
Hafrafell Ási og hefur pað pá verið á hlut Vilborgar í Ásauð.
Það var eins og áður segir Eiríkur sonur Magnúsar Vigfússonar
á Eiðum og Ólafar Eiríksdóttur sem náði búsetunni á Ási. Salný
Pálsdóttir hét kona Snjólfs í Ási. Hrafnssonar lögmanns, Brands-
sonar í Rauðuskriðu. Salný heitir líklega dóttir Eiríks og hefur
átt Grím Jónsson, bróður Guttorms á Brú. Grímur á dóttur sem
Solveig heitir og hennar dóttir Salný. Grímur er gamall, Jón son-
ur hans ungur. þegar J>eir selja Brynjólfi biskupi Ás til að gera
að prestssetri nokkru eftir 1660. Synir séra Snjólfs voru gildir
bændur, Bjarni á Staffelli, Þórðar er getið við kirkjuvisitasiur að
Ási og Magnús er bió í Geitdal. Af j?eim er mikill ættbogi.
Þorsteinn Bjarnason býr á Staffelli 1681, líklega við aldur, pví
Snjólfur Bjarnason sýnist fæddur um 1570 og dó 1649. I mann-
talinu 1703 er Margrét Einarsdóttir prests frá Ási Jónssonar frá
Bustarfelli Björnssonar sýslumanns Gunnarssonar, kona Skúla
Sigurðssonar á Urrriðavatni. Sigurður bjó í Syðrivík og var son-
ur Þorgríms lögréttumanns í Krossavík Guðmundssonar. Dóttir
Margrétar heitir Gróa Þorsteinsdóttir 17 ára. Ég hygg að Margrét
hafi verið síðari kona Þorsteins Bjarnasonar í Staffelli, sem er
dáinn 1703, er manntalið er tekið. Runólfur Þorsteinsson er j>á í
Fjallsseli, 24 ára. Ég hygg hann son Þorsteins og ef til vill fyrri
konu hans, pó eru til Þorsteins-börn miklu eldri, sem ekki er frá-
leitt að séu börn Þorsteins á Staffelli og fyrri eða fyrstu konu.