Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 70
68
MÚLAÞING
á þessum tíma hefur ráð á því að hylja það um allar stundir. Þar
missi hann konu sína og flytji á burtu og komi svo aftur með ríkt
kvonfang, en j:>ctta er í þoku hvernig verið hafi, en pó sýnist Bjöm
suður á Rangárvöllum er hann fær sína síðari konu, Þórunni
dóttur Einars á Hofsstöðum í Miklaholtshreppi, Þórólfssonar,
stórauðugs manns og höfðingja, en hún var pá ekkja eftir Jón
son Torfa í Klofa, og er Björn hér í stórmenna tölu af slíku kvon-
fangi.
Þórunn hafði gifst í Haukadal 12. nóv. 1525, en bréfið áréttað
á Staðastað 13. jan. 1530, og var séra Þórður Einarsson, bróðir
hennar, giftingamaður hennar. Helga Guðnadóttir frá Ögri, ekkja
Torfa í Klofa, leggur Jóni syni sínum til peninga svo sem hann
áður átti (sennilega í arf eftir föður sinn) 140 hndr. í fasteignum
og í því einhver kúgildi. Þórður leggur systur sinni til 80 hndr.
Þar í tilskilin jörðin Krossholt 30 hndr. að dýrleika nema ef Jón
og Þórunn vildu hafa aðra peninga í jörðum og kúgildum. Gaf
Jón Torfason fjórðungsgjöf úr sínum eignum Þórunni konu sinni
og séra Þórður kjöri hana málakonu í garði Jóns og málinn reikn-
ast 100 hndr. Má gruna að Jón hafi búið í Haukadal og haft um-
boð í hluta Skálholtskirkjujarða. Jóns getur síðast 1530 og um
það leyti virðist hann hafa dáið og að þau hjón verið barnlaus.
Nú þarf Björn helst að eiga 200 hndr. til að geta stofnað jafnræðis
kvonfang við þessa konu og vera þar að auki ættstór maður.
En nú líka sannast hverra manna Björn er. Það er 1551 sem
Björn fer í kaup við bróður sinn, Arnfinn Jónsson, og selur hon-
um Sléttu í Reyðarfirði fyrir Hallgeirsstaði í Jökulsárhlíð og
Kirkjuból í Norðfirði. Arnfinnur heitir bróðir hans og það er
ekki að tala um að neinn maður beri þetta nafn nema vera af-
komandi Arnfinns hirðstjóra á Urðum, Þorsteinssonar hirðstjóra,
Eyjólfssonar. Steinunn Arnfinnsdóttir frá Urðum átti þann mann
er Jón hét Finnbogason er kemur við gerninga um 1440 og virð-
ist hafa lánað Jóni presti Pálssyni liðsmenn í stríð, annað hvort
við Englendinga á Mannslagshóli 1430 eða í Skálholti við bisk-
upsmenn Jóns Gerrekssonar 1433. Þeir Jónamir semja um mann-
gjöld eftir menn er sýnast hafa farist í ábyrgð Jóns prests Páls-
sonar. Jón Finnbogason er náskyldur Ásmönnum í Kelduhverfi