Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 48
46
MÚLAÞING
Hafursá, mág sinn, og svo við Jón Þorláksson sýslumann í Beru-
firði vegna ítaka og preststekna af Víðivallakirkju, sem löngu fyrr
var niður lögð. Hefur síra Böðvar verið óvæginn og all stórbrot-
inn og ekki sézt fyrir í peningasökum. Þó herma gömul munn-
mæli á Héraði, að hann væri hjálpsamur og fremur vinsæll af
alþýðu. Hann var samtíðarmaður síra Bjama Gizurarsonar í Þing-
múla, fæddur ári síðar en hann, 1622, en báðir lifðu þeir af
stóru bólu og létust 1712. Síra Bjarna er oft minnzt og ævinlega
að góðu getið, enda var hann nafntogað skáld, en snauður prestur
alla tíð fram á elliár í fátæku og litlu brauði (sbr. Múlajúng 8.
bls. 82—84, 117—139). Nafn síra Böðvars er aldrei á orði haft,
J>ótt hann væri prestur í 62 ár, lengst af á Valþjófsstað. Hinn
auðugi prófastur á einu hinu ríkasta og bezta setri á Austurlandi
er að fullu gleymdur. Slíkur er munurinn á hinum andlega og
veraldlega auði.
Síðustu 25 árin hafði síra Böðvar haldið aðstoðarprest, en síra
Páll Högnason fekk kapeláns og eftirmannsleyfi á staðnum vorið
1687. Áður var síra Páll aðstoðarprestur síra Stefáns skálds í
Vallanesi í 8 ár og átti Þóru dóttur hans, [>ó ekki fyrr en síra
Stefán var allur, 1689. Voru þau j>remenningar að frændsemi, og
purl'tu konungsleyfi til hjónskapar eins og fjöldi ættfólks þcirra,
en Þórunn móðir síra Páls var dóttir síra Sigurðar á Breiðaból-
stað í Fljótshlíð, Einarssonar í Eydölum. Síra Páll hélt Valþjófs-
stað til fardaga 1734, en ári fyrr hætti hann prófastsstörfum, sem
hann tók við samkvæmt beiðni síra Ólafs frænda síns og mágs í
Vallanesi, er varð prófastur 1709, en treystist eigi til að gegna,
enda }>unglyndur og ekki heilsusterkur eftir barnamissi og mikil
vonbrigði í einkalífi. Síra Páll var í miklu áliti og talinn bæði vel
gerður og ágætlega að sér. Sonur þcirra Þóru var síra Stefán í
Vallanesi, en dætur Þórunn, sem giftist síra Guðmundi Pálssyni
á Kolfreyjustað, og Kristín, en hennar maður var síra Magnús
Guðmundsson, er prestur var á Valþjófsstað frá vori 1731, fyrst
til aðstoðar síra Páli, en að veitingu eftir 1734. Styttra varð í
prestskap síra Magnúsar á Valþjófsstað en vænzt var. Fyrstu
árin virðist allt hafa verið með felldu, en 1742 neyðist síra
Magnús til f>ess að hafa brauðaskipti við síra Hjörleif Þórðarson