Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 103
t
MÚLAÞING 101
til Kaupmannahafnar og nefndur Jakob Níelsson mun hafa ver-
ið kaupmaður. Helzenör, er síra Eiríkur ritar svo, er að sjálf-
sögðu Helsingjaeyri.
Meira fréttum við ekki um veru þessa Hafnarstúdents þar í
kóngsins borg.
1690. Þann 20. Februarii tók eg þar mín testimonia [staðfest-
ingar, hér ugglaust vottorð um þekkingu í guðfræði, en próf
voru pá ekki enn tíðkuð] og fór til íslands. Þci var eg einn vetur
ú Hólmum. annan œtlaði eg að vera á Grenjaðarstað, en varð í
Hjarðarhaga og að lyktunum á Hólmum. Það voru 2 ár.
Á þessum tíma er prestur á Grenjaðarstað síra Skúli Þorláks-
son, biskups Skúlasonar, f. um 1635, d. 1704, hélt Grenjaðar-
stað frá 1659 til æviloka. Ekki vitum við nú hvað hinn nýút-
skrifaði guðfræðingur hefur ætlað að erinda þar, né hversu varið
hefur verið sambandi þeirra síra Skúla.
Frá árinu 1691 segir síra Eiríkur engin tíðindi.
1692. Andaðist sálugi Marteinn Rögnvaldsson. Þann vetur
kom eg mér í kunningskap við herra biskupinn mag. Þórð Þor-
láksson í Skálholti og tók umboð yfir hans eignum í Múlasýslu.
Marteinn Rögnvaldsson, fæddur um 1635 að talið er, var son-
ur síra Rögnvaldar Einarssonar á Hólmum og konu hans Guð-
rúnar yngri, Árnadóttur sýslumanns að Eiðum, Magnússonar.
Hann var lögsagnari Þorsteins Þorleifssonar sýslumanns í Múla-
þingi frá því um 1670 til 1678 en varð þá sýslumaður yfir sínum
lögsöguhluta og hélt til æviloka.
Ætla hefði mátt, að lærður guðfræðingur frá sjálfum Kaup-
mannahafnarháskóla hefði þegar fengið prestsembætti, en ekki
er það pó reyndin með síra Eirík. Brauð hafa ugglaust ekki legið
á lausu um þessar mundir, því ekki virðist hann skorta tiltrú
Skálholtsbiskups, sem samkvæmt því er hér stendur, trúir hon-
um fyrir eignum sínum austur hér. Þess ber að geta, að prófessor
Jón Jóhannesson segir í formála fyrir annál síra Eiríks útgefn-
um 1958, að ósagt skuli látið að svo stöddu, hvað hér sé átt við,
en hitt sé víst, að síra Eiríkur hafi haft umboð yfir tillagsjörðum
fátækra presta í Múlasýslu á síðustu árum Þórðar biskups. Þetta
umboð endurnýjar herra Jón Vídalín árið 1699 og Jón Skálholts-