Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 136
134
MÚLAÞING
ekki orðum aukið, að hann hafi verið maður vel kvæntur, og
kunnugt er mér um það, að hann kunni f>að vel að meta.
Jónas Aylwin, einkasonur þeirra séra Eyjólfs og Ólafíu Melan,
kvæntist 26. maí 1951, Lillian Sigríði Byron frá Lundar, Mani-
toba, er lokið hafði prófi í húsmæðrafræðum á Manitobaháskóla
og var kennslukona. Jónas hafði einnig stundað þar nám og víðar
en lagði einkum stund á trésmíði, og sór sig því í ættina hvað
j?að snerti. Þau áttu heima í Huntington (áður Abbotsford) í
British Columbia. Eignuðust f>au fjögur böm, þrjá sonu og eina
dóttur. Jónas Melan dó fyrir nokkmm ámm, og því langt um
aldur fram. Lillian, ekkja hans, og börn peirra eru búsett í
Huntington, og er hún f>ar skólakennari. (Upplýsingar um ætt
hennar og börn peirra Jónasar er að finna undir „Byron, Stefán
Björnsson“, Vestur-íslenzkar œviskrár III. bindi, 1968, bls. 64—
65).
n.
Skal (>á horfið að ritstörfum séra Eyjólfs J. Melan, en um
þau fer séra Albert Kristjánsson eftirfarandi orðum í æviminn-
ingu hans, er áður var vitnað til:
„Eyjólfur var ekki aðeins hagur í höndum, heldur var hann
einnig orðhagur svo af bar, og eru ræður hans og rit þar til vitn-
is. Á yngri árum mun hann hafa fengizt nokkuð við ljóðagerð,
en hann hélt ]>ví lítt á lofti, og lagði )>að víst að mestu niður
síðari árin. Væri vel að það, sem til er eftir hann, bæði í bundnu
og óbundnu máli, væri ekki aðeins verndað frá glötun, heldur
væri því safnað saman og gefið út“.
Þessi ummæli séra Alberts eru hin athyglisverðustu, því að
hann var bæði gáfaður maður og glöggskyggn. Ekki komst pó
þessi hugmynd hans í framkvæmd, og eigi er mér heldur kunnugt
um [>að, hvað orðið hefir af handritum Eyjólfs, en vonandi hafa
þau eigi glatast.
Ritgerðir eftir hann birtust í Brautinni, ársriti Hins Sameinaða
Kirkjufélags fslendinga í Norður-Ameríku, í Morgni, og greinar
og ræður eftir hann í vestur-íslenzku vikublöðunum, sérstaklega
Heimskringlu.