Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 148
146
MÚL AÞING
þeirri trú að ,.barnaskóli væri mjög þarfur" eins og að framan
segir.
Húsbúnaður skólans hefur sjálfsagt ekki verið merkilegur. Að-
eins ímyndunaraflið getur lýst honum. En allmikið hefur Jmrft
af sætum og borðum fyrir yfir 20 nemendur, en óvíst er að allir
hafi verið í skóla á sama tíma, trúlegara er, að einhverja skiptingu
hafi orðið að taka upp, J>ótt ekki sé bekkjaskipting sjáanleg af
prófbók fyrstu árin. Vafalaust hefur einstaklingskennsla verið
mikils ráðandi, fremur en hóp- eða bekkjarkennsla, nema pá í
smáum hópum. Bendir m. a. }>að til J?ess að ekki stunduðu allir
allar námsgreinar.
Árið 1885, 18. febrúar gerðist voveiflegur atburður á Seyðis-
firði. Ógurlegt snjóflóð úr Bjólfi féll yfir bæinn, braut niður og
sópaði með sér 15 húsum á sjó út, p. á m. Þorsteinshúsi og Ving-
ólf. Þetta var snemma morguns og sumt fólk, einkanlega börn, í
rúmum sínum. 24 menn fórust í hamförunum p. á m. fyrsti kenn-
arinn Geirmundur, og margir slösuðust. Haraldur Guðmundsson
í Firði áður nefndur, pá barn, var að klæða sig, er ósköpin dundu
yfir. Brauzt hann hálfklæddur upp úr snjódyngjunni og var bjarg-
að, gerði hann sér pó ekki fyllilega ljóst hvernig hann bjargaðist.
Þetta var á öskudag og var Haraldur búinn að útbúa kvöldinu
áður, eins og fleiri hellupoka m. a. til að hengja á gamla konu,
sem var lítil fyrir sér. En á öskudaginn sá hann lík konunnar
grafið upp úr snjódyngjunni og J>að fyrsta, sem vakti athygli hans
voru öskupokarnir sem hann hafði hengt í pilsfald konunnar.
Eftir J>að vildi Haraldur aldrei hafa neinn öskudagsviðbúnað og
bannaði börnum sínum síðar meir að hengja öskupoka á fólk
(eða hellupoka eins og J>að nefndist karlmannamegin).
Síðan er eins og að framan segir autt svæði á þessum stað, sem
bærinn stóð aðallega á fyrst. Seyðfirðingar hafa forðast að byggja
J>arna aftur og bærinn pví færzt til annarrar áttar aðallega suður
fyrir Fjarðará.