Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 99
MÚL AÞING
97
in, væntanlega fræði Luthers] og tók jyrst til að lœra stafróf og
lesa norrœnu.
Eftir öðrum heimildum fréttum við, að foreldrar síra Eiríks
höfðu á þessu tímabili flust frá Skjöldólfsstöðum að Hjarðar-
haga og þar ólst sveinninn upp, og ]>ar bjó móðir hans einhverja
hríð í ekkjustandi.
Okkur, sem stígum úr rafljósum nútímans inn í flöktandi skin
þeirra ljósa, er 18. aldar menn iðkuðu við fræði sín á vetrar-
kvöldum, verður dimmt fyrir augum, er við reynum að stafa
okkur fram úr þessu lesmáli. Stafagerðin kann einnig að koma
okkur undarlega fyrir sjónir. Hér er og skrifað með bundnu
letri og skammstafanir eru tíðar á þessum síðum. Sumstaðar
eru athugasemdir og minnisgreinar ritaðar á spássíurnar. Við
freistum þess pó að lesa meira í skini flöktandi kertaljóssins:
1673. Var harður vetur, kallaður snjóavetur. Þá tók snjóflóð
staðinn Klyppstað, og andaðist í því presturinn síra Þorvarður
Árnason á jólanóttina.
Annað er ekki að fregna hjá síra Eiríki af atburðum þessa
árs. Má pó vera, að hér beri hann ögn af leið í tímatalinu. Hann-
es Þorsteinsson telur fullvíst, að atburður þessi hafi gerst árið
1672.
1674. Var sá vetur, sem kallast síðan harði vetur. Þá varð
mikill peningafeilir og margar sveitir undir það sauðlausar.
Ekki orð meira hjá síra Eiríki.
1675. Var sá vetur er menn síðan kalla mannfallsvetur. Þá
dóu í Múlasýslu fjórtán hundruð manns í harðrétti (ut audivi).
[Að því er ég hef heyrt]. Það sumar var eg í Höfn á Ströndum
að lcera sjó. [Þetta er Höfn á Langanesströnd].
1676. Lœrði eg Donatinn og nokkrar látínuglósur.
Ekki verður J?að í efa dregið, að í minningu síra Eiríks hefur
J>að ekki verið lítil lífsreynsla að hefja látínunám, enda kann
hann engin tíðindi önnur að segja frá pví ári. Donatus hét
latneskur málfræðingur á 4. öld. Hann samdi latneska málfræði
„Ars grammatica minor“, sem notuð var til skólakennslu hér á
landi og víða annars staðar alveg fram á 18. öld. Var hún nefnd
Donat. Mun fyrst hafa verið prentuð 1733, að tilhlutan Jóns
7