Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 51
MÚL AÞING
49
Hjörleifi. Arfleiddi hún böm hans að eigum sínum, sem voru
eigi litlar.
Þorsteinn Stefánsson, sem Hans Wíum hafði haldið djákna á
Skriðuklaustri um 4 ár, vígðist aðstoðarprestur síra Hjörleifs á
10. sunnudag eftir trinitatis 1758. Hann var sonur Stefáns Björns-
sonar hospitalshaldara á Hörgslandi á Síðu, skaftfellskur í báðar
ættir. Síra Þorsteinn kvæntist Margretu dóttur síra Hjörleifs, og
fluttust pau 1760 suður í átthaga hans. Settu þau saman bú á
Hörgslandi, en síra Þorsteinn gegndi aðstoðarjjjónuslu á Prest-
bakka. Voru pau par í 8 ár, en fóru pá að Krossi í Landeyjum,
par sem f>au voru, meðan síra Þorsteinn lifði. Eftir dauða hans
1784 lék á ýmsu fyrir ekkjunni með 8 börn þeirra, en síðar fór
hún austur af nýju og dó á Valpjófsstað 1809. Þótt síra Þorsteinn
væri aðeins í 6 ár á Héraði, er mikil saga par tengd nafni hans.
í Ættum Austfirðinga eru meir en 250 númer talin frá f>eim
Margretu. 3 börnin settust að syðra, en Einar stúdent, sem var
á Valf>jófsstað með móður sinni og systur, kallaður frískleika-
maður, ötull og ódeigur, drukknaði ókvæntur og bamlaus á Beru-
firði 1798. Frá hinum 4, síra Hjörleifi á Hjaltastað, síra Gutt-
ormi á Hofi í Vopnafirði, Jóni vefara Schiöld og Bergljótu á
Valf>jófsstað, er mikill fjöldi fólks kominn á Héraði, í Fjörðum
og á Norð-Austurlandi. Skal f>ess ekki gerð frekari grein að sinni,
en að nokkru kemur f>að fram í f>ættinum af síra Vigfúsi Orms-
syni, sem birtur er í f>essu riti.
Þegar síra Þorsteinn var farinn suður á Síðu, vígðist Páll
Magnússon frá Brennistöðum í Flókadal aðstoðarprestur síra
Hjörleifs á Valþjófsstað og var pað á 8. sunnudag eftir trinitatis
1760. Síra Páll var Borgfirðingur og Mýramaður að uppruna, en
festi brátt yndi á Valf>jófsstað og var |>ar til æviloka hinn 26.
nóvember 1788, prófastur frá 1783, en sóknarprestur aðeins 2
síðustu árin, er síra Hjörleifur var andaður á tíræðisaldri. Kvænt-
ist síra Páll Sigríði dóttur hans og bjó í tvíbýli við tengdaföður
sinn í 26 ár. Þókti hann vænn maður og góðgerðasamur sem
munnmæli bera vitni, en umsvif hans og sjálfstæði hlutu að tak-
markast af }>ví, að hann var nær alla sína prestskapartíð aðstoðar-
4