Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 79
MÚLAÞING
77
íður Langsdóttir móðir Arnfinns bónda, en öðru megin væri Ingi-
björg Langsdóttir, Sólveig og Ásmundur og svo sögðu j?essir ær-
legir menn, að nefndur Arnfinnur Jónsson ætti fullan forlagseyri
fyrir sig og sína ómaga“.
Eftir þcssu var ómaginn dæmdur á framfæri Arnfinns og er
pó Ijóst að ekki hafa J?essir menn vitað um ástæður Amfinns né
hvar hann var niður kominn á Austfjörðum. En pað er á al-
pingi 5. ág. s. á. að dómur er nefndur af Páli Vigfússyni lögmanni
um f>að að kona má ei selja bónda sínum jarðir sínar.
Nú bar „að leggja fullnaðardóm á pá klögun er Magnús Ketils-
son klagaði til Arnfinns Jónssonar um þann arf er honum hafði
fallið og hans bróður Indriða eftir systur sína Ragnhildi Ketils-
dóttur, sem voru tvær IX. (9) hndr. jarðir, svo heitandi, Kirkju-
ból í Norðfirði í Skorastaðarkirkjusókn og Eyrateigur í Skriðdal
í Múlastaðarkirkjusókn, hverjar jarðir Arnfinnur hafði keypt af
greindri Ragnhildi konu sinni og gefið henni fyrir X. (10) mál-
nytukúgildi og VIII. (8) hndr. í góðum peningum hvað oss
leist ei löglegt kaup vera“. Er svo ekki að spyrja um p&ð, að
jarðimar eru J?eim dæmdar, Magnúsi og Indriða, en Arnfinnur
hefur eflaust fengið sín kúgildi.
Hér kemur pað í Ijós að Arnfinnur er barnlaus, og pað sem
meira er, kona hans er dóttir Ketils í Árnanesi í Nesjum og systir
pcirra mikilhæfu bræðra er hér eru nefndir. Austfirska þögnin
gat ekki annað en látið blika á þennan mann en hér hefur verið
um hinn mikilhæfasta bónda að ræða.
En nú er komið 1564. Arnfinnur er við sjötugs aldur að öllum
líkum. Kona hans er dáin, en eigi getur }>ess, fyrir hvað mörgum
árum. Hún gat verið dáin 1559, þegar Arnfinnur var vottur á
Refsstað að gjörðum Þórðar á Bustarfelli. Þau hjón gátu pá ver-
ið hætt búskap og komin í Bustarfell til Þórðar og þeir sem dæma
Ásmund Þorvarðsson á framfæri Arnfinns vita ekki hvað Jieir
gjöra. Og varla er hann bóndi á Sléttu í Reyðarfirði og vera norð-
ur í Vopnafirði 10. maí um vorið.
Hér er full og óhrekjandi vissa fyrir því að Þuríður Jónsdóttir
langs í Hafrafellstungu, er var bróðir Þórunnar, konu Jóns
prests Pálssonar, og móðir Finnboga lögmanns, er móðir þessara