Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 97
MÚLAÞING
95
blær um engi. Skammdegismyrkur grúfir yfir, nopur gola næðir
um stormi fáðar fannir. Múlaá og Geitdalsá hníga fram undir
ís og mynda Grímsá og engan hefur um pað dreymt, að einhvem-
tíma kvikni ljós af þeirri orku er verður, er hún fellur af stalli
í mynni dalsins.
Við förum hljóðlega, látum myrkrið geyma okkar, göngum
hjá garði á lágum bæjum f>ar sem daufa skímu leggur um ljóra
út í óendanlegt haf myrkursins og stefnum að Þingmúla, prest-
setrinu. Komin þar í hlað förum við enn sem hljóðast, göngum
óboðin í bæinn í trausti þcss, að Þingmúlaklerkur sé heima, því
það er hann sem við viljum finna, en ekki aðra menn að sinni.
Við hittum vel á. Hann er heima.
Klerkurinn í Þingmúla reynist vera maður á þeim aldri, er
embættismenn nú á dögum hætta opinberu vafstri og fara á
eftirlaun, en alþýða manna hlýtur ellistyrk. Þetta er nokkuð lot-
legur maður, enda hefur hann ekki ætíð verið heilsuhraustur,
virðulegur í áliti, frómur í allri hegðan. Hann stendur álútur
yfir púlti sínu í stofuhúsi þröngu og köldu í skini flöktandi
kertaljóss, og blaðar í litlu kveri í áttblöðungsbroti.
Hvað skyldi kver þetta geyma? Er Þingmúlaklerkur að yfir-
lesa nýsamda stólræðu til upplyftingar hjörtum sóknarbarna
sinna við næstu tíðagjörð í Þingmúlakirkju, — á nýári? Getur
verið, að eitthvað annað en Guðs orð standi á blöðum þessum?
Við skulum gerast nærgöngul, þoka okkur fast að baki þcssa
Drottins þjóns og freista að lesa yfir öxl hans það sem á blöð
þessi er letrað.
Nei, kverið geymir ekki stólræðu. er þó efni þess vart lengra
en ein slík og hún í styttra lagi. Ætli ]>að taki nema svo sem
klukkutíma að hafa þetta lesmál yfir upphátt með hóflegum
leshraða? Engum klerki þessa tírna vex í augum slík ræðulengd,
ekki söfnuðinum heldur.
En nú flettir klerkurinn blöðum sínum og við þurfum ekki
lengur nein getumál uppi að hafa um, hvað á þau er skráð. Hér
stendur saman skrifaður annáll, ígripaverk þessa manns síðast-
liðin 30 ár, eða þar um bil, en nær þó lengra aftur. Ár frá ári,