Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 59
MÚLAÞING
57
aði í búskapnum. Fór og sá orðrómur af honum, sem ei var
undarlegt, að hann væri mestur búmaður á öllu Austurlandi.
Fyrir framúrskarandi búskaparháttu og framkvæmdir hlaut hann
stóran verðlaunapening af silfri frá dönsku stjórninni. Enn skal
þess getið, að hann hafði forgöngu um stofnun hins s. n. Mat-
söfnunarfélags í Fljótsdal. sem starfaði um árabil til hjálpar og
heilla í hreppnum. Var tilgangur félagsins að koma í veg fyrir
útmánaðasultinn og vorpreytu af völdum skorts í sókninni. Mat-
söfnunarfélagið er þáttur í baráttu hans við fátækt og upplausn
heimda; það er samlag þeirra, sem máttu til bjargar hinum, er
erfiðast áttu, forðabúr, einstakt sinnar tegundar á þessum tímum.
Órækt vitni um ábyrgðartilfinningu síra Vigfúsar og úrræði í
hreppstjóminni. ■
Þáttaskil verða í lífi síra Vigfúsar 1818, er hann lætur aðstoð-
arpresti sínum og tengdasyni, síra Stefán< Árnasyni frá Kirkjubæ,
eftir þjónustu og jörð á Valþjófsstað, en flytur bú sitt og heimili
að Arnheiðarstöðum. Fór þó ekki sjálfur þangað að fullu fyrr
en 1821, enda hélt hann sjálfur prestakallið áfram í 18 ár enn,
eða til 1836, en hlaut að breyta á þetta ráð vegna blindu. Síra
Stefán hafði vígzt aðstoðarprestur til hans 1812, og er sennilegt,
að pá hegar hafi sjóndepru verið farið að gæta að ráð' hjá síra
Vigfúsi. 1817 var svo komið, að hann fann, að hann gat ekki haft
pá umsjón, er honum þókti nauðsyn með stað og kirkju og sókti
pví um leyfi til hins konunglega stjórnvalds að mega afhenda
síra Stefáni hvort tveggja. Það leyfi fekkst í apríl 1818 og skilaði
hann það sumar af sér staðnum og kirkjunnk Ástæðan til þess,
að hér var enn brugðið á þetta ráð, var sú, að með þessu móti
gat síra Vigfús búið á Amheiðarstöðum, jörð Valþjófsstaðakirkju,
svo lengi sem lifði, en Sigríður dóttir hans og maður hennar setið
hinn veglega stað í skjóli hans. Vegna |>ess hve Valþjófsstaður
var eftirsókt brauð, ekki sízt eftir uppbyggmgu síra Vigfúsar, var
ólíklegt, að ungum aðstoðarpresti yrði veitt hað. Hefði síra Vigfús
pví sagt af sér, er svo var komið, að hann gat ekki lengur þjónað,
stóð hann uppi vegalaus með bú sitt og fólk, en tengdasonurinn
hefði mátt þakka fyrir að fá afskekkt og fátækt brauð eða aðstoð-