Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 81
MÚLAÞING
79
hálfrar annarrar klukkustundar ferð með fjárrekstur. Er Jóhann
skildi J>ar við mig var komin péttings snjókoma sem stöðugt
jókst.
Held ég nú áfram ferðinni með ærnar og er ekki að orðlengja
það, að undir það er fulldimmt var að verða var ég kominn lang-
leiðina inn undir svo nefnda Gunnubrekku sem er nálægt því að
vera miðja vegu milli Stangaiár og Vestdalsvatns. Við Stangará
var talin hálfnuð leið á Seyðisfjörð.
Ákvað ég nú að skilja ærnar eftir. Þær voru orðnar ærið pung-
færar og bágrækar en ég taldi ráðlegra að hafa dálitla dagskímu
meðan ég væri að komast inn af Hellunum, því næði ég Vest-
dalsvatni myndi ég klára mig niður í Seyðisfjörð án þess að vill-
ast. Svo nefndar Hellur eru klapparbungur er ná frá Grautardal,
meðfram Vestdalsvatni og allt niður á Vatnsbrekku, sem er efst
af Vestdalsbrekkum. Gekk petta eftir áætlun pví nokkru eftir að
fulldimmt varð fann ég Vatnsklett sem er sérstæður kletthrauk-
ur á brún Vatnsbrekku, rétt við alfaraveg, nokkurra metra hár,
og niður brekkurnar veltist ég einhvern veginn og kom á Vest-
dalseyri um pað bil klukkan átta um kvöldið.
Ingunn hét kona og rak lítið gistihús sem mig minnir kallað
væri Pétursborg. Þar vorum við faðir minn vanir að gista er við
vorum í lestaferðum. Þangað fór ég og tók Ingunn vel á móti mér,
sem búast mátti við af henni, pv\ hún var ein af pessum góðu hús-
mæðrum sem veittu gestum sínum allt f>að besta er pær höfðu að
bjóða. Er hún hafði heyrt ferðasögu mína og Jiar með að ég
hyggðist leggja upp aftur klukkan sex morguninn eftir, tók hún
til handa mér gott nesti sem sennilega hefur haldið í mér líftór-
unni daginn eftir.
Ég lagði svo af stað klukkan sex morguninn eftir, eins og ég
hafði ákveðið, og var pá á norðaustan garraveður. Er upp í brekk-
umar kom brá mér heldur í brún pví svo var snjórinn orðinn
mikill að víða botnaði ég ekki og varð meira að skríða en ganga.
Hjá Vatnskletti stansaði ég og borðaði meiri hlutann af nesti
mínu og hvíldi mig. Er ég lagði aftur af stað mun hafa verið liðið
að hádegi. Færðin var sífellt vond, snjórinn í kálfa, sokkaband
og jafnvel meira sumstaðar.