Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 66
64
MÚLAÞIN G
Ég lagði svo upp í ferðina með skíði og staf, stuttu eftir hádegi.
Það var nánast hægviðri en svolítið frost. Þíðviðri höfðu gengið
yfir að undanförnu. Voru J>ví víða stórir flákar auðir í byggð svo
ég dró skíðin á eftir mér í snærisspotta þar til komið var upp á
brúnir. Þá steig ég á skíðin og gekk á ]>eim langleiðina upp að
Dyrfjöllunum, eða þar til brattinn fór að verða til baga, pi festi ég
spottann aftur í skíðin og dró pau á eftir mér. Gangfæri reyndist
pama gott svo að ferðin sóttist vel upp að og meðfram fjallinu.
Loks var ég kominn að þeim kafla leiðarinnar sem ég hafði svo-
lítinn beyg af, en f>að var brekkan niður í dalinn sem liggur upp
að skarðinu sem ég átti að fara í gegnum. Mig minnir að brekka
þessi sé kölluð Byrðal. Ég hafði heyrt frá pví sagt að stundum
væri svo mikið harðfenni í henni að hún væri mönnum illfær, það
pyriú að höggva í hana spor eða vera á mannbroddum til að
komast leiðar sinnar J>ví að hún væri svo há og snarbrött.
Heppnin var með mér að þessu sinni J»ví færðin í brekkuimi
reyndist hin ákjósanlegasta. í henni var mjúkur en Jættur snjór
sem ekki kafaði í og var ekki heldur háll. Ég gat pví skáskorið
brekkuna og kom niður í dalinn skammt neðan við skarðið sem
leiðin lá í gegnum. Þegar upp í skarðið kom gat ég aftur tekið
fram skíðin og rennt mér á J>eim undan hallanum áleiðis til J>orps-
1) Hér hlýtur að skakka ögn í leiðarlýsingu höfundar, þótt í litlu sé,
og engin furða þar sem hann fer þessa leið aðeins einu sinni og síðan
líða áratugir uns frásagan er fest á blað. Hann kemur að sjálfsögðu innan
við Súlur og svo út með Dyrfjöllum, um Dyrfjallahjalla eða Dyrfjalladal
efst og, síðan út „á bak við Byrðu“ er svo er nefnt. Byrða er brattur
múli, er gengur fram milli Dyrfjalladals og Mjóadals að innan en Urðar-
dals að utan, en frá henni liggur hryggur uþþ að Dyrfjöllum. Yfir þennan
hrygg fer hann, en ekki Byrðu sjálfa, og kemur þá í fremri hlíðar Urðar-
dals. Þar er hjalli sem getur verið varasamur er komið er innan að,
einkum í slæmu skyggni, sérstaklega ef farið er of hátt. Mun það vera
þetta svæði sem Geir var varaður við. Hann mun fara alveg rétta leið
því hann segist koma niður í dalinn, Urðardal, skammt neðan við skarðið.
Skarð þetta heitir Grjótdalsvarþ, eða svo er það nefnt í daglegu tali af
heimamönnum í Njarðvík og á Borgarfirði, enda gengur Grjótdalur að því
Borgarfjarðar megin. Á korti er það hins vegar nefnt Urðardalsvarþ.
(Ritstj.).