Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 73
MÚLAÞING
71
óskertan hálft að þriðja hndr.hndr. og kjörgrip að auk, en hans
erfingja skylduga aftur að leggja pá peninga, sem hann hafði gef-
ið, par til að f>eir hafast réttar tölur við, bæði í landi og lausum
eyri og hún hefur sinn mála. En erfingja Bjarnar heitins skyld-
uga að greiða henni mála með dándi manna ráði nú í næstum
fardögum. ... Skrifast á sama degi og fyrr segir“.
Það er næsta merkilegt mái. sem nú kemur í ljós og upplýsir
margt sem ýmist hefur verið í þoku eða ranglega uppi haft. Það
eru 6 lögréttumenn í dóminum. Þeir eru allir j?ekktir og næsta
merkilegt að peir eru allir af Fljótsdalshéraði nema Þorsteinn
Einarsson sem talið er að búi í Skriðu í Breiðdal. Efeimildir eru
fyrir pví að Þorsteinn hét sonur Einars í Sigluvík á Svalbarðs-
strönd, Einarssonar sýslumanns á Stórólfshvoli, Ormssonar, Lofts-
sonar ríka, og fór hann austur á land. Elann hefur verið fæddur
litlu eftir 1500. Föðurmóðir hans var Sesselja Þorsteinsdóttir,
kona Hallsteins Þorsteinssonar, en þau stofnuðu Skriðuklaustur,
en fyrr átti Sesselja Einar sýslumann, d. 1471, son Orms hirð-
stjóra Loftssonar ríka, en Ormur átti Solveigu Þorleifsdóttur frá
Vatnsfirði, Árnasonar, systur Bjarnar hirðstjóra. Sesselja bar nafn
langömmu sinnar, Sesselju á Eiðum Þorsteinsdóttur, konu Eiða-
Páls. Þorsteinn var faðir Einars í Skriðu föður Ragnhildar konu
séra Hjörleifs á Hallormsstað Erlendssonar. Hún er á Vallaness-
Ártíðaskrá 1642. Eiríkur Snjólfsson er í Ási, Jón Skúlason í Jór-
vík í Hjaltastaðajúnghá, tengdasonur Eiða-Margrétar, Magnús
Ketilsson, heldur Valþjófsstað, auðmaður frá Árnanesi í Nesjum
og hefur prest til að j>jóna kallinu. Markús Jónsson er í Víðivöll-
um í Fljótsdal og virðist að ekki sé J>að rétt, sem getið er til í
útgáfu Ætta Austfirðinga, að hann sé sami maður og Markús á
Núpi undir Eyjafjöllum, tengdasonur Hólmfríðar Erlendsdóttur
í Stóra-Dal.
Og á Egilsstöðum er haldinn dómur 25. sept. 1568 J>ar sem
sitja 4 náðugasta kongsins eiðsvarar, p. e. lögréttumenn, og að
auki Markús Jónsson og Nikulás Björnsson. Markús á Núpi og
Markús á Víðivöllum voru kongsins eiðsvarar svo þessi Markús
Jónsson er ungur maður og f>eir Nikulás sýnilega fylgdarmenn
sýslumannsins, sem var Einar í Stóra-Dal, Eyjólfssonar sýslu-