Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 125
MÚLAÞING
123
rigningu um nóttina. Veðurhorfur einsýnar og eg sótti hestana
í snatri út á túnið, lagði hnakk á einn og reiðfæri á tvo. Fæ mér
síðan að éta og legg á stað ríðandi með tvo í taumi.
Eg reið Skotta, smávöxnum jarpskjóttum hesti með hvítt tagl
og af pví var nafnið dregið. Annar áburðarhesturinn hét Leppur.
Hann var með sterkustu hestum, rauðsokkóttur, horaður árið
um kring, taumstirður og níðlatur, en traustur og kom það sér
vel sem síðar kemur í Ijós í jæssari frásögn. Hinn hét Rauður,
J>ægilegur hestur og meðfærilegur, ákaflega feitur.
Klyfberahestarnir voru stirðir í taumi, einkum Leppur, og var
eg pví eilífðartíma að siðla út með bæjum, Freyshólum og Strönd,
og yfir' Vallaneshálsinn.
Af hálsinum, sem raunar er aðeins hæðardrag út af Hallorms-
staðahálsinum, lá leiðin skáhallt út og norður Vallanesið og að
Grímsá við kerruvað inn og niður af Ketilsstöðum handan árinn-
ar. Þar fellur áin í tveimur kvíslum og milli kvíslanna grasivax-
inn hólmi sem Vaðhólmi kallast. Hestagöturnar lágu að ánni á
eyri en upp í hólmann var götuskarð í norðurbakkann. Aðalkvísl-
in er norðar (sem þýðir hér vestar) fastur sandbotn í ánni og
kerrufært yfir pegar svo lítið var í henni að vatnið tók ekki upp
í kassann.
Þegar eg kom í Hrafnaklettana fyrir innan Vallaneshjáleigu
hafði eg hestaskipti, lagði hnakkinn á feita Rauð en reiðfærið á
Skotta.
Mér varð ekkert hugsað til árinnar í J>essu indæla haustveðri
kyrru og hlýju fyrr en eg fór að nálgast hana. En pá brá mér í
brún. Eg sá að hún var foráttumikil og um leið varð mér litið
inn til Skriðdalsins. Þar gat pá að líta rilfgráan rigningarsorta
svo þéttan að ekki glórði í Múlann sem þarna blasir við í bæri-
legu skyggni. Flaug mér pá í hug að hverfa frá og snúa við pví
að áin var auðsjáanlega bráðófær, enda voru eyrar allar á kafi
og vatn farið að skolast upp á gras. Síðar á lífsleiðinni hef eg
öðlast reynslu fyrir pví að fyrsta hugboð er hið rétta og ber að
fylgja því, en í pessari ferð var eg haldinn slíkri vanvisku að eg
viðurkenndi ekki augljósar staðreyndir. Hvernig mátti það vera
að Grímsá væri ófær í slíku blíðskaparveðri ]>urru og lygnu?