Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 46
44
MÚLAÞING
síðan í plágunni, ef miðað er við afhending Magnúsar, Þuríðar-
staðir með 2 gömlum kúm og Kleifarlandi, Langhús, Arnalds-
staðir og Þorgerðarstaðir. Maríutungur allar eru taldar með jörð-
unum, enda arðbærasta eign kirkjunnar fyrir utan heimaland.
Af ítölum er einskis getið, nema torfskurðarins í Skriðujörð,
sem verið hefur afar mikils verður til húsagerðar og viðhalds
á stórum garði.
Síra Einar Magnússon var frá Reykjum í Tungusveit í Skaga-
firði og voru framættir hans úr Fljótum. Nyrðra var hann lög-
réttumaður í Hegranesþingi sem verið hafði faðir hans, og munu
veraldleg afskipti hans hafa verið ærin, áður hann vígðist prestur.
Sókti hann m. a. Barðsmál á hendur Guðbrandi Hólabiskupi,
en þókti harðdræeur í öllu tilliti og óeirinn. Fór og slíku fram
eystra oa kom Uar 1603, að hann var sviptur prestsembættinu á
Valþjófsstað og prófastsdæmi. en þráaðist við og sleppti ekki
staðnum, fyrr en sá úrskurður féll, sem hann fekk ekki að gert,
fremur en aðrir dauðlegir menn. Hann dó á Valþjófsstað 1616.
Er sennilegast, að síra Hallvarður tengdafaðir hans færi að Val-
þjófsstað 1603 og tæki við prestsþjónustunni til bráðabirgða eða
málamynda, svo að síra Einar yrði ekki hrakinn þaðan burt,
meðan verst gegndi. — Ekki er kunnugt um nema 3 börn síra
Einars og Arndísar Hallvarðsdóttur, Þórunni, sem átti Eirík
Mapnússon frá Ási í Fellum, Guðrúnu, sem giftist Torfa Einars-
svni á Hafursá og síra Rögnvald, er prestur varð á Hólmum á
fjórða tug ára. Voru þau ung, þegar faðir þeirra féll frá, síra
Röanvaldur ekki vígður fyrr en 1626.
Síra Einar Þorvarðsson, sem verið hafði um hríð aðstoðar-
prestur hins heimslega sinnaða nafna síns á Valþjófsstað, fékk
staðinn eftir hann. Hefur síra Einar verið framsækinn og höfð-
ingjadjarfur sem síra Einar Árnason officialis og þeir frændur
fleiri, því að hann sókti veitinguna fyrir Valþjófsstað til Kaup-
mannahafnar. Vildi hann eigi sæta litlu fremur en systkini hans,
en síra Árni sat á garði foreldra þeirra í Vallanesi, síra Þorvarðs
Magnússonar oe Tngibjargar Árnadóttur frá Bustarfelli, Arndís
átti síra Snjólf Bjarnason á Ási, en Úlfheiður síra Höskuld Ein-
arsson í Eydölum. Er óhætt að fullyrða, að þær mágsemdir við