Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 96
94
MÚLAÞING
hugðust halda úti hér við land undir því yfirskini, að það skyldi
verja íslendinga fyrir Tyrkjum og öðru iIIpýði, en átti í reynd
að hindra verslun landsmanna við enska og hollenska duggara.
Þetta var peðsfórn íslendinga gegn J>eim gráa riddaraleik Dana-
kóngs, að ætla íslendingum að kosta sína eigin innilokun við
hungurverslun danskra kauphöndlara, — og dugði svo, að or-
logsskipið var ekki meir nefnt á nafn.
Þetta var árið pegar Árni Oddsson sagði af sér lögmanns-
dæmi með góðan orðstír en mæddur af amstri og umsvifum,
elliveikur og sjóndapur. Og fleiri urðu minnisstæðir atburðir á
íslandi þetta herrans ár:
„Fyrir sjálfa Maríumessu á langaföstu var burtkölluð fyrir
kristilegan afgang Ragnheiður Brynjólfsdóttir, biskups í Skál-
holti, eptir langa þjáningarlegu", segir Fitjaannáll. „Það haust
gengu fyrir austan þungar úrkomur, svo skriður hlupu víða í
Austfjörðum. Þá tók af eina jörð, Víðivelli í Fljótsdal, bæinn og
túnið, og allt það sem í bænurn var, nema mennirnir komust
undan naumlega, pó sumir löskuðust nokkuð“, greinir í sömu
heimild.
Vorsólin stafar náðarsamlegum geislum inn um þröngan glugg
á hjónahúsinu á Skjöldólfsstöðum, |>ar sem Eiríkur litli Sölva-
son hvílir í reifum sínum, vorvindurinn fer sólkembdur um
dalinn, og Jökulsá beljar ógnandi um klettaþröng á leið til hafs.
Og tíminn heldur áfram að líða. Hann beljar ekki með flug-
hröðum straumi eins og Jökulsá á Dal. Hann hnígur fram seint
og hægt, dulur og djúpur, eins og Lögurinn á Héraði, en vinnur
pó alla sigra að lokum. Það saxast á öldina seytjándu eftir
hingaðburð Kristí og hún kveður þetta land með harðindum og
ný öld, hin átjánda, heilsar landinu með ekki meiri blíðu en
sú liðna kvaddi og hefur ekki lengi setið að ríkjum, er Stóra-
bóla herjar upp á landið með miklu mannfalli. Og áfram silast
tíminn yfir fólk, land og sögu.
Við nemum þar staðar í sögunni er árið 1729 er að renna út.
Komið er fast að áramótum. Nú erum við stödd í öðrum dal á
Héraði. Það er Skriðdalur. Hér strýkur ekki sólvermdur vor-