Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 86
84
MÚLAÞING
og útlendar skáldsögur, alténd að miklu leyti í stærri kauptúnum og bæj-
um landsins, eftir því sem eg veit best. Ef þetta er rétt, er þá furða þó
á komi snurða? Breytt aðstaða, breyttir þjóðarhættir — afleiðingin: þjóðar-
lundernið hlýtur að breytast smámsaman og ef til vill talsvert snögglega.
Sárt væri, ef svo tækist til að Islendingar yrðu ekki með réttu jafnan tald-
ir: þéttir á velli og þéttir í lund, þrautgóðir á raunastund. Það hafa þeir
verið gegnum aldirnar, og það eru þeir enn, vona eg.
Eg ætla að birta hér eina þrekraunasögu. Vona eg að fleiri fari á eftir,
og fús mun ritstjóri Eimreiðarinnar að ljá þeim rúm frá hverjum sem
þær koma.
Eftir örstuttan inngang gef eg sögumanni mínum orðið. Eg ætla að eins
að fylgja honum úr garði með svolitlum upplýsingum um hann sjálfan.
Jón Sigurðsson, sögumaður minn, er fæddur 22. sept. 1856. Eigi er mér
kunnugt um ætt hans og uppruna að öðru leyti en því, að hann mun vera
Sunnlendingur. Á unglingsárunum var hann um skeið á Bessastöðum hjá
Grími Thomsen. Gæti eg vel trúað, að sú vera hafi ráðið nokkru um
skaþgerð Jóns, án þess eg geti þó fullyrt nokkuð um það með rökum. Að
sunnan flytur Jón til Vopnafjarðar og var um nokkur ár hjá Pétri sál.
Guðjohnsen verslunarstjóra, en þaðan flytur Jón til Seyðisfjarðar og
dvaldi þar lengi. Um síðustu aldamót fluttist hann hingað til Norðfjarð-
ar og hér býr hann nú.
Eftir sjóhrakning þann, er hér verður frá sagt, misti Jón báða fæt-
urna. Teknir voru þeir af honum án þess að hann væri svæfður, og er
mælt, að lítt hafi Jóni brugðið. Jón hefir látið gera sér stígvél með vissu
lagi, og snýr hællinn fram, en táin aftur, þegar hann er kominn í þau.
Því er þannig varið, að knjáliðina notar hann sem hæla, en nú voru fæt-
urnir teknir af um nál. miðja fótleggi og gengur því sá hlutinn sem eftir
var skilinn út í skóristina, en leggur stígvélsins er reimaður um lærið ofan
við knjáliðina. Oftast gengur hann staflaust, en eðlilega er honum erfitt
um göngulag. Jón stundar sjómensku enn þann dag í dag og er hann þó
67 ára gamall og svona fatlaður. Hann á róðrarbát og útgerð og er sjálfur
formaður. Jafnaðariega rær hann nú orðið við annan mann. Aflasæll hefir
hann verið, og sjó sækir hann engu síður en aðrir, er heilir ganga til leiks.
Mér er ekki kunnugt um, að hann hafi nokkurn eyri þegið af sveit. Eg
held mér sé óhætt að fullyrða, að hann hafi komist hjálparlaust af fyrir
sig og sína.
Nú skaltu þá, kæri lesandi, koma með mér inn til Jóns gamla fóta-
lausa — svo nefndur í daglegu tali hér — og hlusta á sögu hans. Nú er
hann orðinn hvítur fyrir hærum á hár og skegg, en augun eru dökk, kvik-
leg og skýrleg. Söguna hefi eg ritað upp, en engu atriði í henni breytt.j