Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 86

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 86
84 MÚLAÞING og útlendar skáldsögur, alténd að miklu leyti í stærri kauptúnum og bæj- um landsins, eftir því sem eg veit best. Ef þetta er rétt, er þá furða þó á komi snurða? Breytt aðstaða, breyttir þjóðarhættir — afleiðingin: þjóðar- lundernið hlýtur að breytast smámsaman og ef til vill talsvert snögglega. Sárt væri, ef svo tækist til að Islendingar yrðu ekki með réttu jafnan tald- ir: þéttir á velli og þéttir í lund, þrautgóðir á raunastund. Það hafa þeir verið gegnum aldirnar, og það eru þeir enn, vona eg. Eg ætla að birta hér eina þrekraunasögu. Vona eg að fleiri fari á eftir, og fús mun ritstjóri Eimreiðarinnar að ljá þeim rúm frá hverjum sem þær koma. Eftir örstuttan inngang gef eg sögumanni mínum orðið. Eg ætla að eins að fylgja honum úr garði með svolitlum upplýsingum um hann sjálfan. Jón Sigurðsson, sögumaður minn, er fæddur 22. sept. 1856. Eigi er mér kunnugt um ætt hans og uppruna að öðru leyti en því, að hann mun vera Sunnlendingur. Á unglingsárunum var hann um skeið á Bessastöðum hjá Grími Thomsen. Gæti eg vel trúað, að sú vera hafi ráðið nokkru um skaþgerð Jóns, án þess eg geti þó fullyrt nokkuð um það með rökum. Að sunnan flytur Jón til Vopnafjarðar og var um nokkur ár hjá Pétri sál. Guðjohnsen verslunarstjóra, en þaðan flytur Jón til Seyðisfjarðar og dvaldi þar lengi. Um síðustu aldamót fluttist hann hingað til Norðfjarð- ar og hér býr hann nú. Eftir sjóhrakning þann, er hér verður frá sagt, misti Jón báða fæt- urna. Teknir voru þeir af honum án þess að hann væri svæfður, og er mælt, að lítt hafi Jóni brugðið. Jón hefir látið gera sér stígvél með vissu lagi, og snýr hællinn fram, en táin aftur, þegar hann er kominn í þau. Því er þannig varið, að knjáliðina notar hann sem hæla, en nú voru fæt- urnir teknir af um nál. miðja fótleggi og gengur því sá hlutinn sem eftir var skilinn út í skóristina, en leggur stígvélsins er reimaður um lærið ofan við knjáliðina. Oftast gengur hann staflaust, en eðlilega er honum erfitt um göngulag. Jón stundar sjómensku enn þann dag í dag og er hann þó 67 ára gamall og svona fatlaður. Hann á róðrarbát og útgerð og er sjálfur formaður. Jafnaðariega rær hann nú orðið við annan mann. Aflasæll hefir hann verið, og sjó sækir hann engu síður en aðrir, er heilir ganga til leiks. Mér er ekki kunnugt um, að hann hafi nokkurn eyri þegið af sveit. Eg held mér sé óhætt að fullyrða, að hann hafi komist hjálparlaust af fyrir sig og sína. Nú skaltu þá, kæri lesandi, koma með mér inn til Jóns gamla fóta- lausa — svo nefndur í daglegu tali hér — og hlusta á sögu hans. Nú er hann orðinn hvítur fyrir hærum á hár og skegg, en augun eru dökk, kvik- leg og skýrleg. Söguna hefi eg ritað upp, en engu atriði í henni breytt.j
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.