Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 109
MÚL AÞING
107
Að sinni skulum við láta okkur nægja að hyggja að hinu al-
menna efni annáls síra Eiríks, en láta aukaprestverk hans liggja
milli hluta, þótt hinu sé ekki að leyna að frásagnir af þeim verði
mikill meiri hluti annálsins hér eftir. Þó munum við gera á þessu
undantekningar J>egar prestverkin grípa inn í hina almennu frá-
sögn, eru höfundi tengd persónulega, eða við greinum í þeim
fáheyrð tíðindi.
1700. Var góður vetur austan á Islandi, harður sunnan. Þann
vetur þjónaði eg Eiðakirkju með Mjóafirði.
Um sumarið var kong Friderich 4. hylltur á íslandi.
Þann 16. Octobris var það gregorianska rím meðtekið á ís-
landi.
Þann 25. Decembris, sem var jólanótt fyrir guðs náð, var fram-
in guðleg þjónustugjörð í Mjóafjarðarkirkju.
Hér að auki tilgreinir síra Eiríkur hrjár skírnir og eina hjóna-
vígslu, en greftrana getur hann aðeins fyrsta prestskaparár sitt.
1701. Var mjög harður vetur norðan og austan á íslandi frá
jólum.
Ekki orð meir almæltra tíðinda. Er þó sitthvað skráð um við-
burði hér eystra í öðrum annálum. Við skulum fletta upp í Set-
bergsannál:
„Hengdi sig maður í Austfjörðum í Fljótsdalshéraði. Einn
maður bráðkvaddur í Seyðisfirði, hann hljóp fram af björgum
í sjó, og einn maður í Reyðarfirði hljóp í sjó og deyddi sig“.
Engan undrar þótt síra Eiríkur tíundi ekki tíðindi sem þessi,
en Setbergsannáll bætir við:
„Norðfjörður í Austfjörðum var eyddur af hallæri".
Grímsstaðaannáll greinir að nokkru frá sömu atburðum. Og
í Fitjaannál lesum við þessa frétt, sem óneitanlega hefur verið
stórfrétt á Austurlandi þetta ár:
„Kaupskipið á Vopnafirði brotnaði, en fólkið sigldi með eng-
elskri duggu, sem j>að hafði tekið“.
Aftur á móti greinir síra Eiríkur frá fjórum barnsskírnum.
tveim trúlofunum og skráir vendilega kaupmála viðkomandi
persóna, lýkur síðan árinu með svofelldri bókun:
Þann 25. Decimbris þessa árs var í Mjóafirði framin guðleg