Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 7
HELGI GÍSLASON
Þáttur um Magnús ívarsson
Faðir minn Gísli Helgason bóndi í Skógargerði festi á blöð þátt um
Magnús. Er í þessum þætti stuðst við upplýsingar hans og stundum
orðrétt eftir honum haft.
Magnús hét maður, fæddur var hann á Vaði í Skriðdal. Foreldrar
hans voru ívar Jónsson bóndi þar og kona hans, Anna Guðmundsdótt-
ir, Sigurðssonar. Móðir Önnu var Guðrún systir Bjarna bónda á Staf-
felli í Fellum, Jónssonar á Melum í Fljótsdal - Melaætt.
Magnús ólst upp í heimahúsum ásamt bræðrum sínum tveim, Birni
sem síðar varð stórbóndi á Vaði, kvæntur Ingibjörgu Bjarnadóttur frá
Viðfirði. Er frá þeim komið margt manna í Skriðdal og víðar. Hinn
bróðirinn hét Jón, bjó lengi á Víkingsstöðum á Völlum og var við þann
bæ kenndur jafnan. Kvæntur Guðlaugu Jónsdóttur bónda þar. Sonar-
sonur Jóns á Víkingsstöðum er Þorsteinn Sigurðsson læknir á Egils-
stöðum. Síðari kona Jóns ívarssonar var Herborg Eyjólfsdóttir og
sonur þeirra Friðrik bóndi og oddviti á Þorvaldsstöðum í Skriðdal.
Allir voru þessir feðgar gildir menn og búhöldar miklir.
Jón bóndi á Víkingsstöðum var að sjálfsögðu nágranni prestsins í
Vallanesi, séra Magnúsar Jónssonar sem skírður var Blöndal. Jón var
oft fylgdarmaður prests í ferðum hans um sóknir sínar. Út af því kvað
Jóhannes Jónasson frá Skjögrastöðum þetta:
Þegar deyr sá drottins þjón,
um dagana fáum þekkur,
sálina eltir einmitt Jón
ofan í miðjar brekkur.
„Einmitt“ var orðtak Jóns.
Nú víkur sögunni aftur til Magnúsar ívarssonar sem á efri árum
sagði þannig frá lífsstarfi sínu: