Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 16

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 16
14 MÚLAÞING persónurnar sem bjuggu í nágrenni Hrafnkels, hafi allar búið í Hrafn- kelsdal? Um Þorbjörn föður Einars segir í sögunni: Þorbjörn hét maðr. Hann.......bjó á þeim bæ í Hrafnkelsdal, er á Hóli hét, gegnt Aðalbóli fyrir austan. (ÍF XI, 100). Hér er sagan ótvíræð og Topphóll eða Tobbahóll er skammt frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal, handan árinnar. Þorbjörn hefur því sam- kvæmt sögunni tvímælalaust verið Hrafnkelsdælingur og einn af mönnum Hrafnkels. Samkvæmt því sem áður var vitnað til hefði Hrafnkell átt að vera „linr ok blíðr“ við hann, sem Hrafnkell og var er hann bauð Þorbirni bætur fyrir son sinn. Um Bjarna, bróður Þorbjarnar og föður Sáms, segir sagan: Bjarni.....bjó at þeim bæ, er at Laugarhúsum heitir. Þat er við Hrafnkelsdal. (ÍF XI, 100). Hér segir sagan berum orðum að Bjarni hafi ekki búið í Hrafnkels- dal. Hvað „við Hrafnkelsdal“ merkir er ekki fullljóst, en mér virðist eðlilegast að leita bæjar sem þannig er staðsettur einhversstaðar í grennd Hrafnkelsdals eða til hliðar við Hrafnkelsdalinn. Líklegir staðir sem ég kem auga á með hliðsjón af heiti bæjarins eru tveir. Ann- arsvegar Reykjasel í Vaðbrekkulandi, suðvestur af Brú gegnt mynni Reykjarár (SA 1976,174-5 og SA 1980, 195) og hinsvegar Laugarvellir á Brúardölum. í Safni til sögu íslands segir Sigurður Gunnarsson: Það er í munnmælum, að byggð hafi verið langt inn frá Brú, og eru þar enn forn bæjanöfn og sér víða ummerki. Er talið að sú byggð hafi eyðzt í Svartadauða. (SG 1886, 437). Á Laugarvöllum var reistur bær árið 1900 og búið þar til 1906 (PG 1974, 280-281). Sveinbjörn Rafnsson hefur nýlega rannsakað byggðaleifar á þessum slóðum og komist að þeirri niðurstöðu að byggð eldri en öskulagið H-1158 hafi verið á Reykjaseli og í Laugarvalladal. (SR 1990, 74). Þeir fræðimenn sem gert hafa tilraun til að staðsetja Laugarhús Bjarna hafa yfirleitt ekki tekið bókstaflega orðalagið „við Hrafnkels- dal.“ Þannig segir Sigurður Gunnarsson í áðurnefndu riti: Laugarhús heitir enn fornt eyðibýli, skammt fyrir innan Aðalból undir austurhlíð. Þar sér enn húsatóptir og túngarðsmenjar. (SG 1886, 454). Jón Jóhannesson getur þess í athugagrein við þennan stað í sögunni í útgáfu íslenzkra fornrita, að „við Hrafnkelsdal“ standi í þremur handritum sögunnar, en eyða sé þarna í hinum. „en það virðist hljóta að vera rangt (við ritvilla fyrir í)“, bætir hann við. í flestum öðrum útgáfum sögunnar sem ég hef við höndina er „við Hrafnkelsdal“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.