Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 16
14
MÚLAÞING
persónurnar sem bjuggu í nágrenni Hrafnkels, hafi allar búið í Hrafn-
kelsdal?
Um Þorbjörn föður Einars segir í sögunni:
Þorbjörn hét maðr. Hann.......bjó á þeim bæ í Hrafnkelsdal, er á
Hóli hét, gegnt Aðalbóli fyrir austan. (ÍF XI, 100).
Hér er sagan ótvíræð og Topphóll eða Tobbahóll er skammt frá
Aðalbóli í Hrafnkelsdal, handan árinnar. Þorbjörn hefur því sam-
kvæmt sögunni tvímælalaust verið Hrafnkelsdælingur og einn af
mönnum Hrafnkels. Samkvæmt því sem áður var vitnað til hefði
Hrafnkell átt að vera „linr ok blíðr“ við hann, sem Hrafnkell og var er
hann bauð Þorbirni bætur fyrir son sinn.
Um Bjarna, bróður Þorbjarnar og föður Sáms, segir sagan:
Bjarni.....bjó at þeim bæ, er at Laugarhúsum heitir. Þat er við
Hrafnkelsdal. (ÍF XI, 100).
Hér segir sagan berum orðum að Bjarni hafi ekki búið í Hrafnkels-
dal. Hvað „við Hrafnkelsdal“ merkir er ekki fullljóst, en mér virðist
eðlilegast að leita bæjar sem þannig er staðsettur einhversstaðar í
grennd Hrafnkelsdals eða til hliðar við Hrafnkelsdalinn. Líklegir
staðir sem ég kem auga á með hliðsjón af heiti bæjarins eru tveir. Ann-
arsvegar Reykjasel í Vaðbrekkulandi, suðvestur af Brú gegnt mynni
Reykjarár (SA 1976,174-5 og SA 1980, 195) og hinsvegar Laugarvellir
á Brúardölum. í Safni til sögu íslands segir Sigurður Gunnarsson: Það
er í munnmælum, að byggð hafi verið langt inn frá Brú, og eru þar enn
forn bæjanöfn og sér víða ummerki. Er talið að sú byggð hafi eyðzt í
Svartadauða. (SG 1886, 437). Á Laugarvöllum var reistur bær árið
1900 og búið þar til 1906 (PG 1974, 280-281). Sveinbjörn Rafnsson
hefur nýlega rannsakað byggðaleifar á þessum slóðum og komist að
þeirri niðurstöðu að byggð eldri en öskulagið H-1158 hafi verið á
Reykjaseli og í Laugarvalladal. (SR 1990, 74).
Þeir fræðimenn sem gert hafa tilraun til að staðsetja Laugarhús
Bjarna hafa yfirleitt ekki tekið bókstaflega orðalagið „við Hrafnkels-
dal.“ Þannig segir Sigurður Gunnarsson í áðurnefndu riti: Laugarhús
heitir enn fornt eyðibýli, skammt fyrir innan Aðalból undir austurhlíð.
Þar sér enn húsatóptir og túngarðsmenjar. (SG 1886, 454).
Jón Jóhannesson getur þess í athugagrein við þennan stað í sögunni
í útgáfu íslenzkra fornrita, að „við Hrafnkelsdal“ standi í þremur
handritum sögunnar, en eyða sé þarna í hinum. „en það virðist hljóta
að vera rangt (við ritvilla fyrir í)“, bætir hann við. í flestum öðrum
útgáfum sögunnar sem ég hef við höndina er „við Hrafnkelsdal“