Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 32
30
MÚLAÞING
Arnheiðarmelur eða haugur Arnheiðar á Arnheiðarstöðum. Myndin tekin af Einbúanum,
31. 8. 1986.
sitt til Arnheiðar, „því að hún var hinn mesti kvenskörungur“, segir
Droplaugarsona saga.
Hermann Pálsson hefur bent á skyldleika þessarar frásögu við
söguna af kynnum þeirra Höskuldar Dala-Kollssonar og Melkorku
Mýrkjartansdóttur konungs á írlandi, í Laxdæla sögu (21) og Árni Óla
hefur nefnt þetta eina fegurstu ástarsögu í fornbókmenntum okkar
(20). (Sbr. einnig kvæðið Arnheiður e. Gísla Jónsson frá Háreks-
stöðum í bókinni Haugeldar, Ak. 1962).
1 Fljótsdæla sögu er Arnheiður sögð vera Helgadóttir og hafa átt
bústað á Hjaltlandi. Faðir hennar var „danskur maður“. Björgólfur
jarl á Hjaltlandi hafði átt með henni dóttur, Droplaugu að nafni, sem
var afbragð annarra kvenna. Droplaug var numin brott af tröllum í
Geitishömrum á Hjaltlandi, en þaðan bjargaði Þorvaldur Þiðranda-
son, Ketilssonar þryms, henni og giftist henni svo. Arnheiður fylgdi
dóttur sinni til íslands og tók við búi fyrir innan stokk. „Er þá snúið
nafni bæjarins og kallað á Arneiðarstöðum“, en þar hét Vallholt áður.
„Fjóra vetur var Arneiður fyrir búi, áður hún andaðist. Er haugur
hennar fyrir ofan garð og utan“. Svo segir í sögunni, sem almennt er
talin skemmtisaga frá 16. öld.