Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 35
MÚLAÞING
33
Droplaugarmelur á Arnheiðarstöðum, 31. 8. 1986. Hallormsstaður í baksýn.
Brandkrossa þætti er Droplaug sögð Grímsdóttir, af ætt Geitis jötuns
í Geitishömrum í Þrándheimi. Er það önnur gerð tröllasögunnar í
Fljótsdælu.
í báðum sögum er Droplaug sögð hafa gifst Þorvaldi Þiðrandasyni,
Ketilssonar þryms, og áttu þau synina Helga og Grím, sem jafnan voru
kenndir við móður sína og kallaðir Droplaugarsynir, enda varð Þor-
valdur skammlífur.
Hvergi er getið um, að Droplaug hafi verið haugsett, í sögunum,
enda deyr hún ekki fyrr en kristni er komin í landið. í Droplaugarsona
sögu segir að hún hafi flust til Færeyja, og búið þar til elli.
Örnefnið Droplaugarmelur á sér því enga stoð í fornum sögum eða
þjóðsögum, og veit ég enga skýringu á því, aðra en þá, að heimamönn-
um á Arnheiðarstöðum hafi fundist sæma að tileinka Droplaugu mel
eða haug, á svipaðan hátt og Arnheiði, því hún var síst talin minni
skörungur.
Árnasteinn (Peningasteinn), Arnheiðarstöðum.
Árnasteinn nefnist stór, einstakur steinn eða Grettistak, fast við
þjóðveginn, nokkuð mitt á milli bæjanna Arnheiðarstaða og Geita-