Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 42

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 42
40 MÚLAÞING um Bessahaug, og segja að nokkrum sinnum hafi verið grafið í hann. Daniel segir hann vera um þriggja feta háan, en hvorugur þeirra lýsir haugnum neitt frekar. Sigfús Sigfússon (14) getur þess, að Sigurður Vigfússon forn- fræðingur hafi grafið í Bessahaug og ekkert fundið, en þess er ekki getið í skýrslu Sigurðar í Árbók Fornleifafélagsins 1893 (16). Getur Sigfús þess til, að bein Bessa hafi verið færð til kirkju sem reist var á Bessastöðum stuttu eftir dauða hans. (Reyndar segir Sigfús, að Sigurði forna hafi farist haugbrotið „ærið linlega.“). Sigfús hefur líka aðra sögu af broti Bessahaugs í þættinum af Spak- Bessa, og er haugbrotsmaðurinn ekki nafngreindur, en kallaður „full- hugi nokkur.“ Fyrir honum fór að sjálfsögðu eins og vanalega, að honum sýndust nágrannabæirnir standa í björtu báli, og hætti þá að grafa, en holan fylltist á meðan. Leggst hann þá til svefns og dreymir Spak-Bersa, sem var „mikill og fornlegur í sjón, göfuglegur og skapfelldur.“ Bersi biður manninn að hætta við haugbrotið, en hann gaf þess engan kost, og heldur áfram að rjúfa hauginn daginn eftir. Kemst hann þá niður að hellubjargi, en sumir segja viðum, sem hann réð ekki við, og varð að hætta við svo búið. Næstu nótt dreymir hann Bersa að nýju, og finnst hann nú vera allreiður, segir að aldrei muni takast að brjóta hauginn, og þegar maðurinn þverskallast enn, finnst honum Bersi leggja hendur á augu sér, og kennir hann sárs verkjar í þeim. Gat hann þá ekkert unnið daginn eftir. Þriðju nóttina kom Bersi, og var nú blíðlegur, segir að maðurinn verði aftur heill ef hann hætti við haugbrotið, og þykist hann lofa því. Um morguninn fann hann ekki til augnanna og fór þá enn til og fyllti holuna, sem hann hafði grafið í hauginn. Hér er í rauninni komin sama sagan og séra Vigfús segir, en hefur brenglast allmjög og dregið dám af hinum venjulegu haugbrotssögum. í örnefnaskrá Bessastaða (18) segir svo um Bessahaug: „Fremst og neðst í SV-horni Aursins er Bessahaugur, og þar á að vera heygður Bessi hinn spaki. Haugurinn er hringlaga. í þennan haug hefur verið farið, en ekki er mér kunnugt um árangur þess.“ í „Búkollu“ (1) segir, að fundist hafi hrossbein í Bessahaug. Bessahaugur var friðlýstur skv. Þjóðminjalögum, ásamt fleiri fornum minjum á Bessastöðum, 25. okt. 1930. Þann 17. júlí 1975 kom Gunnlaugur Haraldsson, minjavörður, á staðinn og setti friðlýsingar- merki á hauginn. Við það tækifæri ritar hann eftirfarandi lýsingu:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.