Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 43

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 43
MÚLAÞING 41 „Bessahaugur svo nefndur, fyrir neðan túnið. Sett niður friðlýsingarmerki í lágri, hringlaga tóft, neðst í túnjaðri, beint niður af bæ. Tóftin nefnist „Bessa- haugur“, segir Andrés bóndi á Bessastöðum, vaxinn illgresi og óræktargróðri.“ Ég skoðaði Bessahaug fyrst sumarið 1986, og ritaði þá eftirfarandi lýsingu: „Bessahaugur er neðst og syðst í túninu á Bessastöðum, niður við aura Bessa- staðaár, og er slétt tún allt umhverfis hann. Hann er nú nánast skeifulaga, því að mikið skarð eða lægð hefur verið grafið í hann SA frá, og er botn þess nánast í sömu hæð og völlurinn umhverfis. Líkist haugurinn því fremur lítilli tóft. Hæð þessa skeifulaga garðs (eða tóttarveggjanna) er um 2-3 fet, og er hann þakinn stórvöxnu grasi sem og dældin innan hans. Pvermál skeifunnar er um 4 m. Á einum stað innan í skeifunni sér þó í mold í garðinum, þar sem nýlega virðist hafa verið stungið niður. Sér þar í bein og ýmislegt drasl, sem bendir til þess að þetta sé annaðhvort gamall sorphaugur, eða þá að sorpi hafi verið fleygt í haug- inn, eftir að hann var grafinn upp.“ Reyndar verður að telja ólíklegt, að þarna hafi nokkru sinni verið ekta grafhaugur, því að þeir voru yfirleitt settir á staði sem voru hærri en bærinn og ekki í neinni hættu af vatnagangi, en hvorugt á við þennan haug. (Sjá þó um kumlið á Sturluflöt hér á eftir). Príhaugasögnin á Héraði Sú saga gengur í munnmælum víða um landið, að þrír fornmenn sem bundnir voru vináttuböndum, létu heygja sig hver í sínum haugi, þar sem vel mátti sjá milli hauganna. Þannig gátu þeir notið samfélags eftir dauðann. Kemur hér fram sú forna trú, sem var algeng í norrænni heiðni, að menn búi áfram í haugunum og lifi þar sínu lífi, ekki svo ýkja frábrugðnu því sem þeir lifðu áður en þeir létust. Sama trúin liggur til grundvallar þeirri ræktarsemi sem menn sýndu fornum haugum í landareign sinni, og álögum þeim sem menn trúðu að ættu að hindra haugbrot. Ljóst er, að ýmsir litu á haugbúana sem verndarvætti viðkomandi jarðar eða býlis, og verður enn vart þeirrar trúar. Er líklegt að haugbúum hafi í fyrndinni verið færðar fórnir, t.d. í formi matar, eins og enn tíðkast í sumum löndum Afríku og Asíu. Þríhaugasögnin er með ýmsu móti hér á Fljótsdalshéraði, eins og fram kemur í þætti Sigfúsar af Spak-Bersa, en oftast eru til nefndir, auk Bessahaugs, Ormarshaugur á Hlíðarseli í Fellum, og Rauðshaugur upp á hálsinum ofan við Ketilsstaði á Völlum. Frá Rauðshaugi er afar víðsýnt um Héraðið, og sést þaðan til Bessahaugs og Ormarshaugs, auk nokkurra fleiri fornhauga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.