Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 46
44
MÚLAÞING
Legsteinn Jóns hraks í gamla kirkjugarðinum á Skriðuklaustri. (20. 7. 1989).
á fyrri helmingi 19. aldar. Hann dreymdi að maður kæmi til sín, er
sagðist eiga gröf í landsuðurhorni (SA) kirkjugarðsins þar, og bað
vinnumann þess, að hann léti grafa sig upp og snúa leiði sínu öfugt við
venjulega stefnu, „því hann sé ekki verður að liggja eins og aðrir fram-
liðnir.“ Jón vaknaði við drauminn, en heldur markleysu og sofnar
aftur, en dreymir þá manninn að nýju, og svo enn í þriðja sinn. Fór
hann þá til um morguninn og gróf upp leiðið sem til var vísað, finnur
þar mannsbein, og grefur þau aftur gagnstætt því sem aðrir liggja eða
í norður-suður, og gerir svo upp leiðið, og „er það eina leiðið sem svo
snýr í kirkjugarðinum á Skriðuklaustri, og hefur aldrei borið neitt á
hinum framliðna síðan.“ (10)
Á þessari sögu virðist það byggt, að leiði Jóns hraks sé í gamla
kirkjugarðinum niður á Kirkjutúni á Klaustri, enda þótt hér sé öfugt að
farið við það sem segir í öllum sögum af Jóni þessum, semsé að hann
hafi af vangá eða ásetningi verið grafinn öfugt við aðra menn, og ekki
viljað una því dauður.
Eins og kunnugt er orti Stefán G. Stefánsson frægt kvæði um Jón
hrak og segir Gunnar Gunnarsson í Árbók Ferðafélagsins-1944 (6), að
Stefán hafi látið hlaða upp leiði Jóns í kirkjugarðinum, þegar hann var
hér á ferð 1917, og að Hákon skógræktarstjóri hafi gefið gabbróhellu