Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 50

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 50
48 MÚLAÞING „Fann eg þar þá beinagrind af manneskju, er, eftir því sem beinin lágu, var að sjá hefði lagst, eður lögð verið þar hálfkreppt fyrir. — Milli bols og höfuðs, var mikið af stórum og smáum tölum, þær stærstu voru á stærð við fremstu kjúku vísifingurs á meðalmanni, þó nokkuð styttri, svartar á lit, með hvítum og rauðum krossum, en hinar minni á stærð við krækjuber, einlitar, eins og silfr- aðar væru. Neðanvert við tölurnar, eður hvar brjóst manneskjunnar virtist verið hafa, lá nisti eður lítill ferhyrndur koparskjöldur, hvör eð hér fylgir til sýnis, en tölurnar eru allar týndar, svo ekkert af þeim getur sendst. — í mitt- isstað beinagrindurinnar, voru 2 koparkúlu skildir, er litu út fyrir að hafa verið á belti, til að krækja að sér, þar eð á öðrum var krókur, en undir hinum sást vottur til vefnaðartaus með vaðmáls vígindum. Skildir þessir eiga hérmeð að fylgja til sýnis. — Eins og fram kemur í lýsingunni sendir hann fornleifanefndinni (Den Kongelige Commission for Oldsagers Opbevaring i Kjöben- havn), gripina úr kumlinu, sem þá eru enn til á Valþjófsstað, og eru þeir nú varðveittir í Þjóðminjasafni Danmerkur í Kaupmannahöfn, (Nr. DCLIX-DCLX). Daniel Bruun ritar einnig um þennan fund í grein sinni „Nokkrar dysjar úr heiðni“ í Árbók Fornleifafélagsins 1903 (2) og birtir þar myndir af „koparskjöldunum" sem raunar eru úr bronsi og „gullroðn- ir“, segir hann. Kristján Eldjárn tekur þetta kuml upp í bók sína um „Kuml og haugfé úr heiðnum sið á íslandi", (13) og skýrir gripina nánar: „Koparkvenskildirnir (koparkúluskildirnir) eru kúptar nælur, önnur af gerð- inni Rygh 652 og 654, afbr. Smykker 51k, með 7 ásteyptum hornum, hin af gerðinni Ry'gh 652 og 654, alveg eins og Smykker 51b. Það sem séra Vigfús kallar „ferhyrndan koparskjöld", er í rauninni kringlótt næla, en hið upp- hleypta verk, sem á henni er, gengur á fjórum stöðum út fyrir kringlubrúnina, og veldur það orðalagi prests.“ í kumlinu á Valþjófsstað hefur semsagt verið jarðsett kona með öllu sínu besta skarti, og sést af því, að hún hefur ekki verið neinn fátækl- ingur, líklega höfðingborin eða í höfðingjastétt. Ekki verður sagt, að kuml þetta varpi neinu ljósi á sögurnar um Snæfellsþjófana eða Þjófaleiðin. Þó er hugsanlegt að áður hafi blásið þarna upp kuml, og hafi það ef til vill komið sögunum á flot. Tölurnar sem Vigfús segir frá, gætu jafnvel hafa orðið tilefni nafna eins og Valnastakkur, þótt það geti líka verið komið úr öðrum útilegumanna- sögum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.