Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 50
48
MÚLAÞING
„Fann eg þar þá beinagrind af manneskju, er, eftir því sem beinin lágu, var
að sjá hefði lagst, eður lögð verið þar hálfkreppt fyrir. — Milli bols og höfuðs,
var mikið af stórum og smáum tölum, þær stærstu voru á stærð við fremstu
kjúku vísifingurs á meðalmanni, þó nokkuð styttri, svartar á lit, með hvítum og
rauðum krossum, en hinar minni á stærð við krækjuber, einlitar, eins og silfr-
aðar væru. Neðanvert við tölurnar, eður hvar brjóst manneskjunnar virtist
verið hafa, lá nisti eður lítill ferhyrndur koparskjöldur, hvör eð hér fylgir til
sýnis, en tölurnar eru allar týndar, svo ekkert af þeim getur sendst. — í mitt-
isstað beinagrindurinnar, voru 2 koparkúlu skildir, er litu út fyrir að hafa verið
á belti, til að krækja að sér, þar eð á öðrum var krókur, en undir hinum sást
vottur til vefnaðartaus með vaðmáls vígindum. Skildir þessir eiga hérmeð að
fylgja til sýnis. —
Eins og fram kemur í lýsingunni sendir hann fornleifanefndinni
(Den Kongelige Commission for Oldsagers Opbevaring i Kjöben-
havn), gripina úr kumlinu, sem þá eru enn til á Valþjófsstað, og eru
þeir nú varðveittir í Þjóðminjasafni Danmerkur í Kaupmannahöfn,
(Nr. DCLIX-DCLX).
Daniel Bruun ritar einnig um þennan fund í grein sinni „Nokkrar
dysjar úr heiðni“ í Árbók Fornleifafélagsins 1903 (2) og birtir þar
myndir af „koparskjöldunum" sem raunar eru úr bronsi og „gullroðn-
ir“, segir hann.
Kristján Eldjárn tekur þetta kuml upp í bók sína um „Kuml og
haugfé úr heiðnum sið á íslandi", (13) og skýrir gripina nánar:
„Koparkvenskildirnir (koparkúluskildirnir) eru kúptar nælur, önnur af gerð-
inni Rygh 652 og 654, afbr. Smykker 51k, með 7 ásteyptum hornum, hin af
gerðinni Ry'gh 652 og 654, alveg eins og Smykker 51b. Það sem séra Vigfús
kallar „ferhyrndan koparskjöld", er í rauninni kringlótt næla, en hið upp-
hleypta verk, sem á henni er, gengur á fjórum stöðum út fyrir kringlubrúnina,
og veldur það orðalagi prests.“
í kumlinu á Valþjófsstað hefur semsagt verið jarðsett kona með öllu
sínu besta skarti, og sést af því, að hún hefur ekki verið neinn fátækl-
ingur, líklega höfðingborin eða í höfðingjastétt.
Ekki verður sagt, að kuml þetta varpi neinu ljósi á sögurnar um
Snæfellsþjófana eða Þjófaleiðin. Þó er hugsanlegt að áður hafi blásið
þarna upp kuml, og hafi það ef til vill komið sögunum á flot. Tölurnar
sem Vigfús segir frá, gætu jafnvel hafa orðið tilefni nafna eins og
Valnastakkur, þótt það geti líka verið komið úr öðrum útilegumanna-
sögum.