Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 53

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 53
MÚLAÞING 51 Sigurður Vigfússon fornfræðingur skoðaði þennan stað 1890, og ritar svo um hann í rannsóknaskýrslu sinni í Árbók Fornleifafélagsins 1893 (16). „Fyrir innan Gilsá, sem er fyrir innan Bolungarvöll, þar á litlum tanga, er steinaröð, hringmynduð; þar innan í er sem uppblásin steinþró, er snýr frá austri til vesturs; hún er 6 fet á lengd. Þetta er allt saman uppblásið, svo að þetta er slétt við jörðu. Það er auðsjáanlegt, að þetta eru leifar af fornum haug, enda sáust þar fyrir nokkrum árum uppblásin hrossbein, og með því að þetta er rétt fyrir ofan Hrólfsstaði, er líklegt að þetta sé haugur Hrólfs, er þar bjó.“ Kristján Eldjárn getur um þessa dys í bók sinni Kuml og haugfé 1956 (13). Hann tekur upp lýsingu Sigurðar, og segir: „Við þessa lýsingu Sigurðar Vigfússonar er raunar engu að bæta. Verður að telja líklegt, að þetta sé leifar af kumli, þótt þær séu lítið annað en nafnið.“ Hér er semsagt um kuml að ræða, þ.e. raunverulegan legstað, enda þótt Sigurður forni kalli það „leifar af fornum haug.“ Lýsingar á kumlstaðnum í þessum heimildum eru mjög óljósar, og síðan um aldamót hafa orðið þarna gífurlegar breytingar á landslagi, því að Fljótsdalsárnar runnu þá upp við brekkuna utan við Hrólfs- gerði, og þaðan stafaði mikill uppblástur. Þegar ég fór að spyrjast fyrir um kumlið fyrir nokkrum árum kannaðist enginn við það, og þess er ekki heldur getið í örnefnaskrá sem Metúsalem á Hrafnkelsstöðum samdi upphaflega. Kumlið virtist því vera týnt. Þegar Eiríkur í Vallholti las lýsingu Sigurðar forna, rámaði hann í að hafa séð svipaða grjóthleðslu á lágum melhjalla, sem gengur inn (SV) frá svonefndum Kirkjuhamri, sem er klettahjalli með stuðlabergi framan í, og tún uppi á hjallanum. Þessi staður er nálægt Vi km utan og neðan við Hrólfsgerði, en ekki „rétt fyrir ofan Hrólfsstaði“, eins og Sigurður forni ritar. Hins vegar er ekki fjarri lagi, að melahjallinn hafi þá verið sem „lítill tangi“ við Fljótsdalsárnar, sem þá hafa kvíslast þarna rétt fyrir framan, og upp undir Kirkjuhamar, þar sem farvegir sjást greinilega enn. Þegar Eiríkur sýndi mér staðinn fyrir skömmu, var þar ekkert að sjá og er ljóst af lýsingu hans, að kumlið hefur verið eyðilagt af vegarfram- kvæmdum. Bílvegurinn var lagður upp á malarhjallann, líklega rétt við kumlið, en síðan gróf leysingarvatn skarð í veginn þarna, og virðist kumlið hafa lent í ruðningi þeim sem notaður var til að fylla skarðið. Nú liggur vegurinn fyrir neðan þennan hjalla. Fagurt og mikið útsýni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.