Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 53
MÚLAÞING
51
Sigurður Vigfússon fornfræðingur skoðaði þennan stað 1890, og
ritar svo um hann í rannsóknaskýrslu sinni í Árbók Fornleifafélagsins
1893 (16).
„Fyrir innan Gilsá, sem er fyrir innan Bolungarvöll, þar á litlum tanga, er
steinaröð, hringmynduð; þar innan í er sem uppblásin steinþró, er snýr frá
austri til vesturs; hún er 6 fet á lengd. Þetta er allt saman uppblásið, svo að þetta
er slétt við jörðu. Það er auðsjáanlegt, að þetta eru leifar af fornum haug, enda
sáust þar fyrir nokkrum árum uppblásin hrossbein, og með því að þetta er rétt
fyrir ofan Hrólfsstaði, er líklegt að þetta sé haugur Hrólfs, er þar bjó.“
Kristján Eldjárn getur um þessa dys í bók sinni Kuml og haugfé 1956
(13). Hann tekur upp lýsingu Sigurðar, og segir:
„Við þessa lýsingu Sigurðar Vigfússonar er raunar engu að bæta. Verður að
telja líklegt, að þetta sé leifar af kumli, þótt þær séu lítið annað en nafnið.“
Hér er semsagt um kuml að ræða, þ.e. raunverulegan legstað, enda
þótt Sigurður forni kalli það „leifar af fornum haug.“
Lýsingar á kumlstaðnum í þessum heimildum eru mjög óljósar, og
síðan um aldamót hafa orðið þarna gífurlegar breytingar á landslagi,
því að Fljótsdalsárnar runnu þá upp við brekkuna utan við Hrólfs-
gerði, og þaðan stafaði mikill uppblástur. Þegar ég fór að spyrjast fyrir
um kumlið fyrir nokkrum árum kannaðist enginn við það, og þess er
ekki heldur getið í örnefnaskrá sem Metúsalem á Hrafnkelsstöðum
samdi upphaflega. Kumlið virtist því vera týnt.
Þegar Eiríkur í Vallholti las lýsingu Sigurðar forna, rámaði hann í
að hafa séð svipaða grjóthleðslu á lágum melhjalla, sem gengur inn
(SV) frá svonefndum Kirkjuhamri, sem er klettahjalli með stuðlabergi
framan í, og tún uppi á hjallanum. Þessi staður er nálægt Vi km utan og
neðan við Hrólfsgerði, en ekki „rétt fyrir ofan Hrólfsstaði“, eins og
Sigurður forni ritar. Hins vegar er ekki fjarri lagi, að melahjallinn hafi
þá verið sem „lítill tangi“ við Fljótsdalsárnar, sem þá hafa kvíslast
þarna rétt fyrir framan, og upp undir Kirkjuhamar, þar sem farvegir
sjást greinilega enn.
Þegar Eiríkur sýndi mér staðinn fyrir skömmu, var þar ekkert að sjá
og er ljóst af lýsingu hans, að kumlið hefur verið eyðilagt af vegarfram-
kvæmdum. Bílvegurinn var lagður upp á malarhjallann, líklega rétt
við kumlið, en síðan gróf leysingarvatn skarð í veginn þarna, og virðist
kumlið hafa lent í ruðningi þeim sem notaður var til að fylla skarðið.
Nú liggur vegurinn fyrir neðan þennan hjalla. Fagurt og mikið útsýni