Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 54

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 54
52 MÚLAÞING er á kumlstaðnum. Eiríkur segist hafa fundið bein í ruðningnum, lík- lega hrossbein. Þetta er raunar gott dæmi um það hvernig vanþekking leiðir til eyð- ingar á minjum, því að enginn virðist hafa orðið til að vara vegagerð- ina við þeim. Á afréttum Fljótsdæla eru nokkrir fornhaugar, svo sem Eyvindar- haugur (Eyvindartorfa) við Eyvindarfjöll í Rana, og Herjólfshaugur og Einarsdys á Vesturöræfum. Þótt landssvæði þessi hafi frá örófi alda verið nýtt og smöluð úr Fljótsdal, þykir eðlilegra að þau teljist til Jökuldals, og verða því ekki tekin fyrir í þessari grein. Viðauki um ýmislegt skylt efni úr Fljótsdal. Bjarnajaðar, Víðivöllum fremri. — í örnefnaskrá Víðivalla fremri í Fljótsdal stendur þetta: „Bjarnajaðar er inn við merkin; þar á að vera heygður sakamaður.“ Ekki fylgir þessu nein skýring, og ég hef ekki heldur getað fengið neinar frek- ari upplýsingar um þennan stað. „Kistuhaldan“ á Víðivöllum ytri. — í Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar 1. útg. 9. bindi, bls. 44 er eftirfarandi smásaga: „Nálægt 1800 var Eiríkur Einarsson, vinnumaður á Víðivöllum ytri í Fljótsdal, að elta á, austur í svonefndri Víðivallahlíð. Hljóp hann ofan í grafn- ing og greip í víðitág, til að létta sér hlaupið, og sleit hana lausa og hélt í hendi sér. Kom hann ánni til manna, eins og hann ætlaði. En þá brá honum í brún, því að tágin var þá járnhalda, auðsjáanlega úr kistugafli. Oft síðan leitaði hann staðarins, en fann aldrei.“ Sögnin er höfð eftir Sveini Jónssyni, og honum sagði bróðir þess er fann höld- una. Sagan speglar fyrst og fremst trú manna á falda fjársjóði, því svo er að skilja, að menn hafi talið að haldan væri af einhvers konar „gullkistu“. Spjótsoddur frá Glúmsstöðum. — í Minjasafni Austurlands er varðveittur spjótsoddur úr járni, sem fannst á bænum Glúmsstöðum í Fljótsdal kringum 1955-60. Finnandinn var Sveinn Jónsson, síðast í Brekkugerði. Að sögn Jóhönnu J. Kjerúlf (11. 7. 1975), tengdadóttur Sveins, var hann að dytta að girðingum skammt frá bænum, þegar hann fann oddinn. Oddurinn var orðinn töluvert ryðgaður, sem vonlegt er. Hugsanlegt er að þarna hafi verið kuml. Silfurhnapparnir í Geitagerði. — Það mun hafa verið um 1910, að Vigfús G. Þormar síðar bóndi í Geitagerði, fann tvo stóra og íburðarmikla silfurhnappa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.