Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Qupperneq 55
MÚLAÞING
53
Spjótsoddur sem fannst um 1950 á Glúmsstöðum í Fljótsdal.
langt uppi í Geitagerðisfjalli. Hnapparnir eru taldir vera frá miðöldum, líklega
16. - 17. öld, og geta því varla verið úr kumli. Skemmtileg frásögn er af hnöpp-
unum í Morgunblaðinu 23. júlí 1989, þar sem greint er frá hlutskyggni banda-
rískrar konu í sambandi við hnappana. Hnapparnir eru varðveittir í Geitagerði.
Beinin í Bessastaðaárgili. — í júní 1981 fann Sveinn Ingimarsson á Eyrarlandi
mannabein í gili Bessastaðaár, líklega við Tófufoss svonefndan. Lágu þau þar
í stórgrýtisurð undir klettavegg, innanvert í gilinu, og hafði grjót fallið ofan á
þau.
Frá þessu er skýrt í Tímanum 16. júní 1981 og þess getið til að beinin muni
vera úr Sunnefu Jónsdóttur, sakakonunni frægu, sem var í haldi hjá Hans
Wíum sýslumanni þegar hún lést veturinn 1757-58, en ekki er vitað um dánar-
orsök hennar, þótt munnmæli í Fljótsdal segi að Hans hafi drekkt henni í Sunn-
efuhyl, sem er við mynni Bessastaðaárgils að neðan, eða að hún hafi fyrirfarið
sér þar sjálf.
í greininni er þó sagt, að læknir hafi skoðað beinin, og talið þau vera frá síð-
ustu öld, en líklega hafa þau ekki verið könnuð nánar.
Rögnvaldur Erlingsson hefur ritað smásögu af þessu tilefni, sem birtist í jóla-
blaði Austra 1989.
Heimildaskrá
Vísað er til heimildanna með númerum frammi í greininni.
1. Ármann Halldórsson (ritstj.), 1975: Sveitir og jarðir í Múlaþingi, 2. bindi.
Búnaðarsamband Austurlands. (Yfirleitt nefnd „Búkolla" í texta).
2. Bruun, Daniel, 1903: Nokkrar dysjar frá heiðni. Árbók Fornleifafélagsins
1903, bls. 17-28.
3. Bruun, D., 1974: Við norðurbrún Vatnajökuls. — Múlaþing 7: 159-195.
(Þýðing Sig. Ó. Pálsson).
4. Bruun, D., 1987: íslenskt þjóðlíf í þúsund ár. 1. bindi. — Rv. (Steindór
Steindórsson þýddi). (Fortidsminder og Nutidshjem paa Island / Khöfn
1928).
5. Franzisca Gunnarsdóttir, 1988: Vandratað í veröldinni. Rv. 1987.