Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 59
MÚLAÞING
57
þriðja lagi óeðlileg flokkaskipun, sem grundvallaðist á kosningafyrir-
komulagi.
í bæklingnum voru tillögur Fjórðungsþings Austfirðinga og Fjórð-
ungssambands Norðlendinga „um nokkur meginatriði í lýðveldis-
stjórnarskrá fyrir íslendinga“ birtar með svofelldum hætti:
I
ísland er lýðveldi. Ríkisvaldið er hjá þjóðinni. Fað deilist í
þrennt: Löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Þjóðin
felur Alþingi löggjafarvaldið, forseta framkvæmdavaldið og
dómstólum dómsvaldið.
II
Landinu skal skipt í fylki:
1. Reykjavík og Hafnarfjörður með næsta nágrenni (Höfuð-
borgarfylki).
2. Vesturland: Borgarfjarðarsýsla, Mýrasýsla, Snæfellsnes- og
Hnappadalssýsla, Dalasýsla og Húnavatnssýslur (Bæjar-
hreppur úr Strandasýslu) (Vesturfylki).
3. Vestfjarðakjálkinn allur (Vestfjarðafylki).
4. Norðurland: Skagafjarðarsýsla að og með Norður-Þing-
eyjarsýslu (Norðurfylki).
5. Austurland: Norður-Múlasýsla að og með Austur-Skafta-
fellssýslu (Austurfylki).
6. Suðurland: Vestur-Skaftafellssýsla að og með Kjósarsýslu,
þar með Vestmannaeyjar (Suðurfylki).
Hvert fylki verði stjórnarfarsleg heild með allvíðtæku starfs-
sviði og valdi í ýmsum sérmálum. Vald og starfssvið fylkjanna
skal ákveðið með lögum. í hverju fylki skal árlega háð fylkis-
þing. Á þingi þessu skulu sitja 15 fulltrúar, sem kosnir verða í
einmenningskjördæmum, er hafi sem jafnasta kjósendatölu.
Fylkisþing geta þó sjálf ákveðið tölu þingmanna sinna hærri,
eða allt að 30 þingmönnum, en jafnframt skal þá fjölga kjör-
dæmum að sama marki.
Fylkisstjóri skal kosinn af kjósendum fylkisins eins og for-
seti, og sé aðstaða hans til fylkisþings svipuð og forsetans til
Alþingis.
III
Alþingi skiptist í tvær deildir, efri deild og neðri deild.
í efri deild skulu sitja 18 fulltrúar, 3 úr hverju fylki, kosnir á