Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 68

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 68
66 MÚLAÞING að þetta væri eini bíllinn á staðnum. Bílstjórinn hét Guðni Jóhanns- son, ákaflega vingjarnlegur maður. Svona bílar þóttu í þá gömlu og góðu daga mikil lúxustæki, bíll með bekki eða bíll með boddý. Nú fóru farþegar að taka sér sæti á bekkjunum, og þétt munu þeir hafa verið settir, því allir þurftu að sjálfsögðu að komast með. Upp Fagradal var ekið sem leið lá eftir hálfgerðum hrossagötum og staðnæmst við hús Sveins Jónssonar og frú Sigríðar Fanneyjar Jóns- dóttur. Þar var hægt að fá keyptan mat og drykk, og einhver von um herbergi til næturgistingar. Ekki átti að halda lengra þennan dag. En fólk var einnig komið í Egilss'taði af öðrum fjörðum og búið að panta sér svefnpláss, svo að öll herbergi voru upppöntuð. Fóru þá þeir sem ekki fengu herbergi að hugsa sér fyrir næturstað, en ekki var gott í efni hvað það snerti. En húsráðendur vildu svo sannarlega veita þessu ráð- villta fólki húsaskjól, enda höfðu þau jafnan viljað leysa hvers manns vanda. Okkur var boðið upp á sal sem í þá tíð var notaður til geymslu fyrir heimilið. Fólk mátti koma sér þar fyrir svo að ekki þyrfti að liggja úti. Var þar þröngt á þingi næturlangt. Nú vík eg frásögninni að ferðaútbúnaði. Eins og áður sagði voru ekki svefnpokar komnir til sögunnar í ferðaútbúnaði, og farið var jafnan í sparifötunum. Einnig með nokkrar krónur í veski sínu, ef menn áttu þá nokkurt veski til. Eg vil til gamans geta þess, að það sem maður vann fyrir í versluninni, bað maður sjaldnast um í peningum, heldur var verslað út á vinnuna með matvöru eða farið með kaupið heim í bú foreldra sinna. Þetta held eg að flestir unglingar hafi gert. En þegar svona stóð á, að fara í ferðalag, skemmtiferð, sumarfrí eða orlof eða hvað nú á að kalla það - þá fór eg til vinnuveitanda míns að þessu sinni til að fá farareyri. Hálfhikandi var eg og spurði hvort eg gæti fengið 10 krónur. Vinnuveitandinn var viðmótsgóður maður, en hann var óvanur því að eg kæmi að biðja um peninga. Hann lyftir gleraug- unum upp á ennið og spyr: „Hvað ætlar þú að gera við þær?“ Eg sagði sem var að eg ætlaði á Héraðssamkomuna. „Já já, mikil ósköp, það er allt í lagi,“ og tók upp tíu krónur og fékk mér. Þetta voru miklir pen- ingar í þá daga, en vel mátti fara með svo þessi upphæð entist í slíkri skemmtiferð. Þá var maður ekki með fullan munninn af sælgæti, þá þekktist ekki kók, ekki prins póló - bara vinnulúnar hendur. En þetta var útúrdúr frá framhaldi ferðasögunnar og lýsing á því sem hafa þurfti til þess að komast í ferðalagið. Nú skal vikið aftur að því er menn stóðu þarna án þess að hafa náð sér í gistiherbergi. Þarna var eins ástatt fyrir fólki af fleiri fjörðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.