Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 69

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 69
MÚLAÞING 67 Hver og einn fór nú að hreiðra um sig innan um geymsludótið, og nóttin leið þarna sem maður var kominn og mun margur hafa sofnað með hönd undir kinn. Að morgni fóru menn að hugsa um framhaldið, en þar sem ekki var kominn bílvegur inn í Hallormsstað, var næsta reisa með smá bátkænu, sem í var smávél, og á þessu farartæki var ferjað inn Lagarfljót. Fólkið gekk niður að fljóti, og þar kepptist hver sem betur gat við að komast í bátkænuna, sem áður en varði mátti telja yfirfulla. Hún rétt flaut inn fljótið, mikið að svona farartæki skyldi vera leyft og lánast, en sigrikrýndir sluppu menn lifandi frá þessu inn í hina eftirsóttu og vinsælu Atlavík. Þar voru einhverjir þjóðarfrömuðir að halda ræður í tilefni dagsins. Þarna var búið að slá upp heljarmiklum danspalli, og unga fólkið hafði ekki meiri áhuga á ræðunum en svo, að það óskaði þess að danspall- urinn fengi að þjóna tilgangi sínum sem fyrst - það var okkar áhuga- mál. Nokkrir úr okkar hópi löbbuðu upp að gamla húsinu, eg held svo- nefndu Guttormshúsi, og einn ónefndur Sigurðsson knúði þar dyra og spurði hvort hægt væri að fá keypta mjólk. Var því fremur fálega tekið, þetta fólk hafði ekki ætlað sér að selja þarna neinar veitingar, enda hefur þessi samkoma verið því alveg óviðkomandi. En þegar sá ónafngreindi kynnti sig og sagðist heita Andrés Sigurðsson, sonur Sigurðar Einarssonar í Odda Fáskrúðsfirði, þá var okkur öllum sem á hlaðinu stóðum borin mjólk í könnu og máttu allir viðstaddir njóta mjólkurinnar að vild. Þar með færðist líf og þróttur í þessa flækinga. Gott er að njóta góðra. Labbaði svo hópurinn niður í Atlavík til að kanna skemmtiatriðin, og hugsaði til danspallsins góða. Ekki þurfti sterkari drykk en mjólk- ina góðu til að hressa upp á mannskapinn sem var orðinn æði svangur á þessu flakki. En hvað gerist? Þegar niður í Atlavík kom var farið að hellirigna og það svo hressilega, að bæði eg og fleiri lentum aldrei inn á danspallinn - útséð um þann óskadraum! Nú vandaðist málið, hvað skyldi nú gera? Þeir fræknustu tóku sig til, komu með uppástungu um að fara af staðnum og reyna að ná til bæja. Svo leggur þetta lítthugsandi lið til fjallgöngu að ráði þessara dugandi drengja - upp á Hallormsstaðaháls á spariskónum og í sparifötunum - í hellirigningu, og áætlunin var að fara að Geirólfsstöðum. Þetta er æðilöng leið og það í rigningu, en einn úr forystuliðinu vissi af fyrrverandi kennslukonu sinni þar á bæ. Jónína hét hún og hafði á fyrstu skólaárum hans verið á Fáskrúðsfirði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.