Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 70

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 70
68 MÚLAÞING og kennt honum. Hann sagði okkur ekki í kot vísað ef við næðum í hennar hús. Þangað var nú þrammað og hann knýr dyra. Að lítilli stundu liðinni kom kona til dyra og þau heilsast innilega og hann segir farir okkar ekki sléttar, enda mátti á sjá, við í rennblautum druslum. Konan býður í bæinn og hún fer strax að hita kaffi og mjólk. Rökkurt var, við komum þarna inn í herbergi sem heimafólk hefur ekki sofið í, þar sem skuggsýnt var, og við drifum okkur í sæti hver sem betur gat. Á gólfi var einhver hrúga og var hún einnig notuð fyrir sæti því göngulúnir fæt- ur höfðu þörf fyrir að hvílast. En ekki leið á löngu þar til hrúgan fór að iða. Þá varð mannskapnum heldur hverft við, en við vorum fljót að átta okkur á að ekki mundi vera hér um reimleika að ræða í annars svona hlýlegu húsi, sennilega hefur verið þarna aðkomumaður sem hefur fengið að leggja sig og lagt yfir sig gæruskinn og fleira til að skýla sér. Ekki varð nema spaug úr þessu. Svo kom blessuð konan með sjóð- heitt kaffið, og var það mikill náðardrykkur sem hitaði þessum hröktu ferðalöngum. En ævintýrin voru ekki á enda þó gönguför væri að styttast. Nú var næsta skrefið að biðja þessa blessaða Jónínu að lána hesta til að fara yfir Grímsá. Þetta bað hinn fyrrverandi nemandi kennslukonunnar hana um fyrir okkar hönd. Allt gekk þetta sem um var beðið, og sendi hún heimamann eftir hestum. Vorum við að vonum innilega þakklát þessari elskulegu konu sem í öllu vildi greiða götu Fáskrúðsfirðing- anna, og verður í minni höfð sú fyrirgreiðsla fyrir unglinga sem áttu ekki aðgang að hóteli eða neinu slíku. Allt var þetta á bæ hennar endurgjaldslaust, þetta var bara talinn sjálfsagður hlutur í þá daga. Vorum við svo selflutt yfir Grímsá, en þá var engin brú þar yfir, farið var yfir í Sandfell. Það síðasta sem konan á Geirólfsstöðum var beðin um, var að hringja að morgni næsta dags í Guðna Jóhannsson, bílstjór- ann okkar góða, til að sækja mannskapinn í Sandfell. Það sem eftir var nætur tróðu menn sér í hlöðu sem í var nýhirt hey, en ekki held eg að fólkið hafi náð sér í fegurðarblund eftir rigningu og ferðaþreytu, fötin voru blaut eins og gefur að skilja, það var sterkja úr heyinu og pöddur í því, áreiðanlega lítið um svefn. En um morguninn kom bíllinn og tók mannskapinn og ók honum niður á Reyðarfjörð. Þá var kominn hádagur að loknum akstri niður Fagradal, og beið þar sjóferðarfarkosturinn eftir okkur og allt tilbúið til heimferðar. Skipstjóri og hans frú tóku fagnandi á móti hópnum, þau biðu á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.