Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 77
MÚLAÞING
75
Frá Vopnafirði líklega um eða upp úr 1920. Stórt hús á miðri mynd var „verslunin“ (Örum
og Wulff) og síðar kaupfélagið.
slíkra samtaka, að á Vopnafirði var þá maður sem þeir treystu vel til
forystu á þessu sviði, en það var Jakob Helgason kaupmaður, sem
áður er frá sagt. Þeir vissu að hann var ódeigur til stórræða og keppi-
nautunum myndi reynast erfitt að beygja hann eða kúga.
Jakob Helgason var fæddur í Viðey, hann var prýðilega greindur
maður, prúður í allri framkomu, en þéttur fyrir ef á hann var leitað,
fáorður en gagnorður og mjög vinsæll. Til hans leituðu bændur og
báðu hann að verða pöntunarfélagsstjóra, ef til slíkrar félagsmyndunar
kæmi, sem hann og varð. Einhverjir bændur úr Jökuldals- og Hlíðar-
hreppi voru með í þessari félagsmyndun frá byrjun, og höfðu þar for-
ystu þeir sr. Einar Þórðarson í Hofteigi og Jón Jónsson frá Sleðbrjót.
Stofnfundur pöntunarfélagsins var haldinn á Torfastöðum í Vopnafirði
sumarið 1885. Félagið var nefnt Pöntunarfélag Vopnafjarðar, Jökul-
dals- og Hlíðarhrepps. Fundur þessi var allfjölmennur, en ekki er vitað
hve margir gengu þá í félagið. Þess skal þó getið, að engar fundar-
gerðir eða bækur eru til frá þessum félagsskap. Allar bækur og skjöl
pöntunarfélagsins munu hafa brunnið með húsi félagsins, það sem hér
er sagt frá félagi þessu er byggt á minni gamalla manna.
Á Torfastöðum bjó þá Guðmundur Stefánsson, fyrrum hreppstjóri.
Hann mun hafa verið einn af hvatamönnum þessarar félagsstofnunar,
einnig bræðurnir Sigurður Jónsson hreppstjóri á Vakursstöðum og