Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 83

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 83
PÉTUR GUÐMUNDSSON OG SKÚLI Á. S. GUÐMUNDSSON Tveir hríðarbyljir í Jökuldalsheiði Sænautasel. Um 14-15 km leið uppi í Jök- uldalsheiði, nokkurn veginn í vestur frá Arnórsstaðamúla, þar sem þjóðvegurinn liggur upp til heiðar af dalnum, þar er Sæ- nautavatn rúma 3 km á lengd austan undir Sænautafelli, hæðarávala sem rís röska 200 m yfir vatnið. Við suðurenda vatnsins liggja rústir Sænautasels í litlu túni sem nú er hætt að slá fyrir nær hálfri öld. Þetta var næstelsta býlið í Heiðinni, byggðist vorið 1843, en lagðist í eyði 1942 - 99 ár. Síðustu ábúendur þar voru Guðmundur Guð- mundsson, ættaður af Berufjarðarströnd, og kona hans, Jónína Guðnadóttir frá Grunnavatni, öðru býli í þessari heiði. Barn þeirra var Pétur. Jónína andaðist 1927 og aftur kvæntist Guðmundur, nú Halldóru Eiríksdóttur ekkju frá Hreims- stöðum í Hjaltastaðaþinghá. Þau eignuð- ust fjögur börn og yngst þeirra er Skúli. Það var hann sem sendi Múlaþingi tvo, eiginlega þrjá, eftirfarandi þætti, tók þá upp á snældu eftir Pétri bróður sínum, lag- aði frásagnarmátann vísast smávegis, en lét hann þó halda sér að mestu. Pétur tók allar myndirnar með greininni. Rétt er að huga lítillega að bæjum og öðrum kennileitum á þessum slóðum. Um 2 km suður af Sænautavatni er Ánavatn, stærsta heiðarvatnið, og í það fellur Botna- lækur norðan að úr Botnum. Austan lækjarins er Stóra-Svalbarð, hæðardrag rúmum 300 m hærra en Ánavatnið. Litla-Svalbarð er sunnan við það stóra og vestan við það eyðibýlið Veturhús 4-5 km suðaustur af Sænautaseli. Frá Veturhúsum er um 10 km leið að Grund niðri á Efradalnum við Jöklu. Og enn er vatnið Gripdeild skammt suður af Veturhúsum og Litla-Svalbarði. Vötnin á þessu svæði eru 500-600 m yfir sjó. Öll eru eyðibýli þessi, vötn og hæðir sunnan, þ.e. innan, við þjóðveginn vestur heiðina, og við norðurenda Sænautavatns var býlið Rangalón, þar lá þjóðvegurinn rétt við rústirnar, en var færður nokkurn spöl norður fyrir um 20 árum. Ennfremur eru nefndir í þáttunum bæirnir Víðihólar í Víðidal austan við Litla-Svalbarð og Ármótasel skammt upp af Arnórsstaðamúlanum. Býlið Grunnavatn er 4-5 km suð-suðvestur af Sænautaseli og Heiðarsel við Poll suður úr Ánavatni. Frásagnir sem þessar er best að lesa með korti. Á.H.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.