Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 86
84
MÚLAÞING
Bæjarhúsin i Seli um 1930. Frá vinstri skemma, bæjardyr og baðstofa. Skotið í baðstofu-
stafninn var skýli fyrir reiðfæri o.fl. (ekki gluggi).
hefði hann endilega viljað fara suður á Langadal^ að leita kinda.
Eðvald latti hann mjög fararinnar þar sem honum sýndist veðurútlit
vera ískyggilegt, en Steinþór sló því öllu upp í glens, og kvaðst mundi
verða kominn á undan honum að Seli.
Og ég man það, þarna sem þeir töluðust við á hlaðinu pabbi og
Eðvald, að skyndilega skall á svo svört stórhríð að ekki sá út úr aug-
um. Og ég stóð í göngunum, strákpattinn, og ég man þegar þeir komu
inn í bæjardyrnar, að snjóstrokan stóð langt inn í göng.
í þessu veðri var ekkert að gera nema setjast um kyrrt inni í bað-
stofu og hlusta á stórhríðina sem ólmaðist útifyrir, og ég skil það núna
hvílíkur léttir það hefur verið fyrir bóndann að hafa komið öllu sínu fé
í hús áður en óveðrið skall á.
Ljós var nú sett í glugga til leiðbeiningar þeim sem úti kynni að vera,
og annað slagið var brotist út til að hreinsa frá glugganum. Þetta ljós
var svo passað alla nóttina og glugganum haldið eins hreinum og
kostur var, en allt kom fyrir ekki, hann kom ekki það kvöld eða nótt
og ekki heldur næstu nótt.
Eðvald póstur var heljarmenni að burðum, og nú var hann veður-
tepptur á Seli, og á þriðja degi - þegar hann vaknaði, en hann svaf í
^ Langidalur er meðfram Lindará austan undir Brattafjallgarði og nær suður að Þrí-
hyrningsvatni.