Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 87
MÚLAÞING
85
Á austurhlið baðstofu voru 4 gluggar, 2 uppi, 2 niðri.
rúminu mínu og gott ef að ég svaf ekki hjá honum, þá sagði Eðvald:
„Ja, nú veit ég að hann Steinþór er dáinn“.
En hvernig hann vissi það, hann gaf enga skýringu á því.
Þá um morguninn var veður skárra, ofankoma var nú ekki mjög
mikil, en hins vegar nokkur skafrenningur. Vildi Eðvald nú halda
áfram för sinni. Man ég að fólkið vonaðist eftir því að Steinþór hefði
náð bæjum einhversstaðar, Heiðarseli eða Grunnavatni.
Pabbi fylgdi nú Eðvald eitthvað á leið út með Sænautavatni, en sneri
síðan við og mun hafa ætlað að Grunnavatni, ef ske kynni að Steinþór
hefði náð húsum þar. Nú var svo komið svona rifbjart veður, og á leið
sinni rétt við vatnsfótinn (suðurenda Sænautavatns) gekk hann fram á
eitthvað sem stóð upp úr snjónum. Hélt hann fyrst að þetta væri stórt
puntstrá, en þótti það nú býsna fyrirferðarmikið og fór að skoða þetta
nánar. Þetta reyndist þá vera stafprik. En ekkert fleira var nú að finna
þar, og lét hann það vera og fór heim við svo búið, en rétt þegar hann
var nýkominn inn í bæjardyrnar og var að bursta af sér snjóinn, kom
hundur heim að bæ, ýlfrandi og illa hrakinn. Honum var gefið eitthvað
að éta, og síðan var honum hleypt út, og tók hann þegar stefnu í norð-
austur að vatninu. Pabbi elti hann. Þar skammt frá sem stafurinn var,
gekk hann svo að segja fram á líkið, við suðausturhorn vatnsins. Þegar
hann fór að skoða þetta nánar, sá hann að hundurinn hafði kúrt hjá
húsbónda sínum í fönninni, í holu undir hnésbótunum. Þetta var eig-
inlega rétt við vatnsborðið, en stafprikið var dálítið lengra frá.