Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 89
MÚLAÞING
87
Heybandshestar. Unglingsstúlkan er Lára Lárusdóttir hálfsystir Skúla í móðurœtt. Enn-
fremur brœðurnir Sigurjón, Eyþór og Skúli.
þar austan í Fjallgörðunum. Þegar þeir voru að fara, var einhver galsi
hlaupinn í Steinþór, og hló hann mjög mikið og hvellt, en ekki man ég
neitt sérstakt tilefni til þess. En svo þegar þeir voru farnir, man ég að
amma sagði - og var hún svona dálítið hugsandi:
„Þetta var feigs manns hlátur“.
Að deyja í sínu landi
Anna Einarsdóttir í Veturhúsum var skaftfellskrar ættar, fædd að Slýjum í Meðallandi
21/7 1862. Hún ólst upp að Slýjum, en einhverra hluta vegna brugðu foreldrar hennar búi
þar 1886 og fóru austur í Hornafjörð, en síðan áfram austur á bóginn. Með þeim voru í för
amk. fjögur börn þeirra uppkomin, og komu þau á Hérað fyrir og um 1890. Eftir langan
vinnukonuferil á Héraði og Jökuldal keypti hún Veturhús um 1924 og flutti þangað ásamt
ráðsmanni sínum, Bjarna Þorgrímssyni, sem einnig hafði lengi verið vinnumaður á ýmsum
bæjum og í húsmennsku. Anna andaðist í Veturhúsum 30. janúar 1937.
Skúli Á. S. Guðmundsson
Hrakningar Péturs og Önnu frá Veturhúsum
Anna Einarsdóttir á Veturhúsum kom oft til okkar að Seli, og hafði
ég strax er hún kom að Veturhúsum einhvernveginn hænst að henni.
Eitt sinn sem oftar kom hún að Seli, líklega í febrúar 1926, og erindið
var að fá mig lánaðan til að hjálpa þeim Bjarna við fjárgeymsluna, en
hann var þá illa haldinn af heymæði eða einhverju svoleiðis og gat þess
vegna lítið hirt um féð.