Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 90

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 90
MÚLAÞING Ég hafði þá um daginn staðið í því að moka upp vatnsbólið fyrir kindurnar, bjó þar til heljarmikinn snjóbrunn. Var ég búinn að ganga frá þessu að mestu og var allur saman rakur eftir þetta, en það þótti nú ekkert sérstakt þá. Ég var tilleiðanlegur - eða jafnvel fús til að fara með henni, því okkur var vel til vina. Mér þótti gaman af sögunum hennar Önnu, því hún var afar sögufróð og gaman að heyra hana segja sögurnar eins og hún sagði þær. Hún kunni svo margar sögur, jafnvel frá Skaftáreldum, og einnig kunni hún allskonar draugasögur, fyrirburðasögur og huldu- fólkssögur, og ýmislegt sem hún hafði lent í sjálf. En þetta sagði hún aldrei nema bara sínum vildustu vinum, og henni þótti víst einhverra hluta vegna ákaflega vænt um mig. Eftir að hafa þegið góðgerðir heima vildi hún - þrátt fyrir tvísýnt veðurútlit - endilega komast heim til sín, og ég er nú enn þann dag í dag hálfundrandi á því að pabbi skyldi sleppa okkur, því að það var veðurdynur í lofti - veðurhljóð sem við kölluðum - í norðri, en það er í vestri, eða Fjallgörðunum, og var allt annað en gott útlit. En Anna taldi að þetta mundi einungis verða él og við lögðum nú af stað, en þegar við komum að Ánavatninu var byrjað að snjóa og Svalbarðið var að hverfa í sortann. Þá vildi ég nú herða gönguna dálítið til þess að reyna að ná Veturhúsamelunum sem fyrst, því að frá þeim hafði ef til vill verið betra að komast yfir leiruna, en þá voru þar vörðutyppi, en þó sennilega öll á kafi. En nú fór gamla konan að dragast aftur úr, og gekk það nokkrum sinnum að ég varð að bíða eftir henni. Þá skall veðrið allt í einu á okkur, eins og hendi væri veifað - frostharka, hríð og skafbylur. Hundurinn sem hún var með, bara þvældist fyrir fót- unum á okkur og virtist sem hann rataði ekkert. Okkur kom nú saman um að ég skyldi ganga svolítið á undan og reyna að halda stefnunni á melana, en ef ég beygði af leið, þá átti hún að kalla til mín. Og hún kallaði til mín mjög fljótlega, og sagði að ég hefði beygt af leið, eða farið of mikið til hægri minnir mig. En hvað um það, við gengum svona all-lengi, en fundum aldrei melana. Vegna þess að fötin mín voru dálítið rök eftir vatnsbólsgröftinn um daginn, stokkfrusu þau nú, en sprungu þó hvergi, en þá voru þau líka hlýrri. Eina góða fatið sem ég hafði, var skinnhúfa, en vettlingarnir mínir höfðu strax frosið. Mér stóð nú stuggur af þessu ferðalagi okkar öllu, og upp í hugann komu sögur af ýmsum sem orðið höfðu úti, og ég hugsaði með mér: „Erum við nú að fara sömu leiðina?“ Þá hafði fyrir fáum árum orðið úti á þessum slóðum maður frá Ármótaseli, Þorsteinn Sveinsson. Ég
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.