Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 91
MÚLAÞING
89
Eftir hausthret í Heiðinni.
hafði sjaldan séð hann, en ég hafði heyrt talað um það þegar hann varð
úti.
Veðrið hélst nú svona um tíma, og áfram þokuðumst við þó og þar
kom að okkur lék hugur á að vita hvað klukkan væri, en Anna var með
úr í barmi sér. Ekki reyndist þó viðlit að komast að því, vegna þess að
fötin hennar voru svo stokkfreðin. Nú var svo komið að við vissum
engar áttir, og vorum ekki heldur á eitt sátt um hvert halda skyldi. Hún
taldi mig fara of mikið í vestur, en ég taldi mig fara í austur. Komum
við nú að stórum steini, og þar stönsuðum við og leituðum afdreps
undir honum, en þar var dálítið skjól og börðum við okkur til hita.
Hundurinn lagðist þarna við fætur okkar og skefldi mjög fljótt að
honum, og þá flaug mér í hug að réttast væri að við reyndum að grafa
okkur í fönn.
En það var allsstaðar harðfenni, nýi snjórinn hafði ekki enn fest í
þykkum sköflum sökum veðurhæðar, og enda ekki hægt að svipast um
í hríð og myrkri eftir hentugum stað, en nú var náttmyrkrið lagst að.
En skyndilega, þegar við erum búin að húka þarna einhvern tíma,
þá rofaði til svo að tunglið kom í ljós. Fór ég þá í huganum að reyna
að reikna út áttirnar, og fannst mér þá að tunglið hlyti að vera í austur-
suðausturátt. Pá skaut því upp í huga mínum að réttast mundi vera úr
því sem komið væri, að reyna að fara niður á Jökuldal, því að þar væri
frekar von til að finna bæi, heldur en á heiðinni í myrkri og byl. Þegar
ég var búinn að hugleiða þetta um stund, sagði ég svona við Önnu: