Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 116

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 116
114 MÚLAÞING Hann er aðeins kunnur sem faðir Guðmundar gríss og Magnúsar í Saurbæ á Kjalarnesi, mér þykir líklegast að faðir hans Þorgeir hafi verið Svínfellingur, bróðir Sigmundar Þorgilssonar. Móðir Þorgeirs hefur þá verið af ætt allsherjargoða. Ég tel líklegt að Þorsteinn Hafurbjarnarson og Guðfinna Magnús- dóttir hafi búið í Hoffelli og Þorsteinn sé sá Þorsteinn Bjarnarson sem á sínum tíma tók við Hoffelli111. Sonur þeirra hefur þá verið Páll bóndi í Hoffelli 1343. Rétt er að það komi fram að Þorsteinn faðir síra Páls á Kirkjubæ hefur ekki borið nafn Þorsteins Hafurbjarnarsonar. Hann dó 1326, en faðir síra Páls hefur fæðst a.m.k. 10 árum fyrr. Ég vék að því hér fyrr að ég Iiti á þessar bollaleggingar sem hugar- leikfimi en ekki vísindi, þetta bið ég alla að hafa í huga sem þetta lesa. Ég hef reynt að tiltaka heimildir eins nákvæmlega og mér er unnt, þannig að hægt á að vera að fletta upp þeim heimildum sem ég hef stuðst við. Að lokum vil eg draga saman vitneskju mína og tilgátur um uppruna Hákarla-Bjarna og nánustu afkomendur hans. Faðir Marteinn Ólafsson, kemur við skjal 1441. Föðurfaðir Ólafur Jónsson bóndi á Bessastöðum í Fljótsdal og víðar. Kona hans Ingunn Guðmundsdóttir. Faðir Ólafs séra Jón Ólafsson á Valþjófsstöðum í Fljótsdal á fyrri hluta 14. aldar. ★ Kona Hákarla-Bjarna var Ragnhildur Þorvarðardóttir Loptssonar á Möðru- völlum í Eyjafirði. Börn þeirra: Porvarður á Eiðum, kvæntur Ingibjörgu Ormsdóttur, húnvetnskri konu. Dóttir þeirra var Margrét ríka á Eiðum og laungetin dóttir hans Hólmfríður kona Björns skafins Jónssonar í Njarðvík. Erlendur sýslumaður í Múlaþingi, bjó á Ketilsstöðum, veginn af Englending- um. Kona Vilborg Loptsdóttir, líklega dóttir Lopts lögréttumanns Eyjólfsson- ar, og þá systir Hamra-Settu, þ.e. Sesselju Loftsdóttur á Egilsstöðum. Marteinn kvæntur Margréti Sturludóttur, líklega bæði dáin í plágunni 1494, barnlaus. Ragnhildur gift Birni Guðnasyni í Ögri. Ingibjörg kona Vigfúsar ríka Þórðarsonar á Borg á Mýrum. Hólmfríður gift Páli Pálssyni í Hoffelli, barnlaus, og síðar Sæmundi Jónssyni. Synir þeirra Páll og Jón. Hugsanlega hefur þriðji maður Hólmfríðar verið Loptur Eyjólfsson og barn þeirra Hamra-Setta áðurnefnd.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.