Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 116
114
MÚLAÞING
Hann er aðeins kunnur sem faðir Guðmundar gríss og Magnúsar í
Saurbæ á Kjalarnesi, mér þykir líklegast að faðir hans Þorgeir hafi
verið Svínfellingur, bróðir Sigmundar Þorgilssonar. Móðir Þorgeirs
hefur þá verið af ætt allsherjargoða.
Ég tel líklegt að Þorsteinn Hafurbjarnarson og Guðfinna Magnús-
dóttir hafi búið í Hoffelli og Þorsteinn sé sá Þorsteinn Bjarnarson sem
á sínum tíma tók við Hoffelli111. Sonur þeirra hefur þá verið Páll bóndi
í Hoffelli 1343. Rétt er að það komi fram að Þorsteinn faðir síra Páls
á Kirkjubæ hefur ekki borið nafn Þorsteins Hafurbjarnarsonar. Hann
dó 1326, en faðir síra Páls hefur fæðst a.m.k. 10 árum fyrr.
Ég vék að því hér fyrr að ég Iiti á þessar bollaleggingar sem hugar-
leikfimi en ekki vísindi, þetta bið ég alla að hafa í huga sem þetta lesa.
Ég hef reynt að tiltaka heimildir eins nákvæmlega og mér er unnt,
þannig að hægt á að vera að fletta upp þeim heimildum sem ég hef
stuðst við.
Að lokum
vil eg draga saman vitneskju mína og tilgátur um uppruna Hákarla-Bjarna og
nánustu afkomendur hans.
Faðir Marteinn Ólafsson, kemur við skjal 1441.
Föðurfaðir Ólafur Jónsson bóndi á Bessastöðum í Fljótsdal og víðar. Kona
hans Ingunn Guðmundsdóttir.
Faðir Ólafs séra Jón Ólafsson á Valþjófsstöðum í Fljótsdal á fyrri hluta 14.
aldar.
★
Kona Hákarla-Bjarna var Ragnhildur Þorvarðardóttir Loptssonar á Möðru-
völlum í Eyjafirði.
Börn þeirra:
Porvarður á Eiðum, kvæntur Ingibjörgu Ormsdóttur, húnvetnskri konu.
Dóttir þeirra var Margrét ríka á Eiðum og laungetin dóttir hans Hólmfríður
kona Björns skafins Jónssonar í Njarðvík.
Erlendur sýslumaður í Múlaþingi, bjó á Ketilsstöðum, veginn af Englending-
um. Kona Vilborg Loptsdóttir, líklega dóttir Lopts lögréttumanns Eyjólfsson-
ar, og þá systir Hamra-Settu, þ.e. Sesselju Loftsdóttur á Egilsstöðum.
Marteinn kvæntur Margréti Sturludóttur, líklega bæði dáin í plágunni 1494,
barnlaus.
Ragnhildur gift Birni Guðnasyni í Ögri.
Ingibjörg kona Vigfúsar ríka Þórðarsonar á Borg á Mýrum.
Hólmfríður gift Páli Pálssyni í Hoffelli, barnlaus, og síðar Sæmundi Jónssyni.
Synir þeirra Páll og Jón. Hugsanlega hefur þriðji maður Hólmfríðar verið
Loptur Eyjólfsson og barn þeirra Hamra-Setta áðurnefnd.