Jökull


Jökull - 01.12.1959, Síða 12

Jökull - 01.12.1959, Síða 12
Myncl 4. Flugmynd tekin til norðvesturs upp eftir Kötlu- jökli, sem er mjög ösku- og sand- borinn hið neðra. Huldufjöll til vinstri. — Aerial view towards NW over Kötlujökull. — Ljósm. M. Jóhannsson, haustið 1959. mjög nærri lokum annars og 6. áratugsins, svo að ekki skakkar meira en 5 árum til að frá, 1625, 1721, 1823, 1918, 1660, 1755, 1860. Það hafa því skipzt á löng og stutt goshlé frá 1625, 35 ár, 61, 34, 68, 37, 58, og samkvæmt þessu ætti nú að vera stutt goshlé, 35—40 ár, en 40 ár eru þegar liðin síðan Katla gaus. Ég fæ þó ekki séð nein eldfjallafræðileg rök fyrir þessari reglu, enda ékki sjáanlegt, að hún hafi gilt fyrr á öldum. Meira er að byggja á þeirri staðreynd, að síðan 1580 — en aftur til þess tíma mun vitað um öll Kötlugos — hefur Katla gosið að meðaltali með 42 ára millibili og svipað myndi meðaltalið, þótt tekið væri allt tímabilið frá 12. öld. A þeim öldum, sem við höfum heimildir frá um öll Kötlugos, hefur lengsta frávik frá meðaltalinu verið 26 ár og það er ekki að sjá neina tilhneig- ingu til að goshlé hafi lengst eða styttst á síðari öldum. Af þeim 14 goshléum, sem við vitum deili á, hafa 6 verið styttri en um er liðið frá síðasta Kötlugosi. Ut frá gossögu Kötlu hygg ég því óhætt að staðhæfa eftirfarandi: Það má nær öruggt telja, að enn sé Katla ekki dauð úr öllum æðum. Líklegust lengd gos- hléa hennar er rúm 40 ár. Það er því liklegra að Katla gjósi næstu 5 árin en að það dragist meir en 5 ár að hún gjósi, og mjög ólíklegt er, að gos dragist yfir tvo áratugi héðan í frá. Kötlugos getur nti komið hvenær sem er. Og þá vaknar eðlilega spurningin: Gerir Katla nokkur boð á undan því gosi? Því er til að svara, að í flestum tilfellum gera eldgos boð á undan sér, misjafnlega löngu á undan og misjafnlega skýr, sum þannig, að þau verða aðeins fundin með mælitækjum. Nýlega var með mælitækjum sagt fyrir um stað og stund goss á Hawaii með svo mikilli nákvæmni, að kvik- myndatökumenn voru tilbúnir með vélar sínar á staðnum til að taka nærmyndir af því er fyrstu hraunsletturnar þeyttust upp á yfirborð- ið úr gossprungu þeirri er myndaðist. Þau tæki, er einkum hafa verið notuð til að segja fyrir um gos, eru hallamælar og jarð- skjálftamælar. Það virðist algengur undanfari gosa, að eld- stöðin lyftist ögn vegna þrýstingsins neðanfrá. Til þess að finna þessa lyftingu er notuð sér- stök gerð hallamæla, löng rör með vatni í, sem lögð eru í stefnu á eldstöðina. Lyftingin veldur því að sá endi rörsins, er veit að fjallinu, lyftist meir en hinn, og er hægt að mæla breytingu vatnsborðsins með mikilli nákvæmni. Þessi tæki hafa verið notuð með góðum árangri á Hawaii og í Japan, en sérfræðingar, sem leitað hefur verið ráða hjá, telja litlar líkur á að þau myndu koma að gagni við að segja fyrir Kötlugos. Þar er ekki hægt að koma þeim fyrir nógu nærri eldstöðvunum, en á Hawaii, á Vesúvíusi og víða í Japan eru rannsóknastöðvar utan í sjálfum eldfjöllunum. Vænlegra er, í sambandi við Kötlu, að athuga jarðhræringarnar. Venjulegast eru jarðhræring- ar um lengri eða skemmri tíma undanfari eld- gosa, en lengstum eru þær hræringar svo vægar, 10

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.