Jökull


Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 9

Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 9
Myncl 1. Riss af Kötlujökli (Höfðabrekkujökli) og umhverfi hans, gert af Steinþóri Sigurðssyni 1943. 1: Ivatla. 2: Eystri-Kötlukollur. 3: Barði. 4: Kötlujökull. 5: Hvítijökull. 6: Hafursey. 7: Sand- fell. 8: Kötlustígur. Upp af Hvítajökli eru Huldufjöll. Gilið gegnum Hafursey heitir Klofgil og eru þess dæmi, að hlaupvatn hafi farið gegnum það í stórhlaupum. Ain vestur af Hafursey er Sandvatn, sem tekur í sig Múlakvísl að vestan. —Sketchmap of Kötlujökull and its surroundings by Steinthór Sigurdsson. snið, sem er 7i/íj m á þykkt. í Jjví eru 77 ösku- lög og nær Jjað þó ekki yfir allan póstglasíala tímann. Meiri hluti þessara öskulaga mun vera úr Kötlu. í sniðum í Mýrdal eru um 30 dökk lög, flest að líkindum úr Kötlu. Hvergi hefi ég fundið ljóst öskulag, sem ætla mætti að væri frá Kötlu komið. Ég hygg að óhætt sé að draga Jiá ályktun að Katla hafi verið virk a. m. k. í 10 000 ár, að líkindum lengur, og að hún muni ekki hafa tekið sér eins langar hvíldir og Hekla eða Öræfajökull. Víkjum svo að gossögu Kötlu eftir að land byggðist. I eldfjallaritum sínum telur Þorvaldur Thor- oddsen eftirfarandi gos í Kötlu: Um 900, 1179, 1245, 1262, 1311, 1416, 1580, 1625, 1660, 1721, 1755, 1823 og 1860. Að viðbættu gosinu 1918 eru þetta 14 gos. Við þessa skrá er ýmislegt að athuga. Sú ályktun, að gosið hafi í Mýrdalsjökli á öndverðri 10. öld og hlaupið hafi farið niður á Sólheimasand, er einungis byggð á frásögn Landnámu af því, er Loðmundur gamli í Sólheimum og Þrasi í Skógum stefndu vatns- hlaupi hvor á annan. Má vel vera, að þessi sögn eigi rót að rekja til lilaups á Sólheimasandi, en örugg er sú ályktun ekki, og ekki heldur öruggt að slíkt hlaup hafi stafað af eldsumbrotum. En Sólheimasandur ber Jaess glögg merki, að Jrar hafa mikil jökulhlaup ætt yfir, svo mikil að þau hljóta að stafa af eldsumbrotum. Þorvaldur hefur það eftir Jóni Steingrímssyni og Sveini Pálssyni, að gosin 1245 og 1262 hafi valdið hlaupum á Sólheimasandi. Þetta er þó öldungis óvíst. Ann- álar geta aðeins goss í Sólheimajökli og má eins vel vera að ]:>ar sé átt við Mýrdalsjökul í heild og að hlaupin hafi komið undan Ivötlujökli. í Qualiscunque Descriptio Islandiae er talið um gos í Sólheimajökli 1580 og átt við Mýr- 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.