Jökull


Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 51

Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 51
trúlegt, að jökullinn liafi þynnzt 6—10 m (á síðasta ári) eftir klettahjöllunum að dæma, sem komið hafa upp á báða vegu. Jökullinn var sléttur og lítið sprunginn. Þó voru þrjár lang- rásir í honum, líklega að mestu vatnsfarvegir. Þá var dálítið sprungustykki uppi i kvosinni undir brúninni að norðvestan.----Nú er kom- inn nokkur halli framan við jökulinn, þar sem áin fellur fram. Jökulportið við ána var fallið saman, svo að ég gat ekki komizt inn í það. Þá er það Skjaldfönnin. Hana tók upp 25. júlí. Það síðasta fór úr Traðarlæksbakkanum. Allur snjór fór hér úr brúnum i ágúst nema í Höggunum; þar fór það síðasta í kringum 20. sept. Alveg óvenjulega lítill snjór hér á fjall- inu í haust, og Hraunin hér fram af fjallinu og dalnum hafa aukizt töluvert í sumar. Kviárjökull. Lónið við miðjan jökul virðist hafa stækkað og jökullinn á floti. Var mæling þar álitin þýðingarlaus. Sum stærstu jökulkerin (entonnoirs) niunu hafa horfið í sprungur ná- lægt lóninu. Virðast og allmörg þeirra hafa máðst talsvert á síðustu árum, línur ávalari og brúnirnar ekki eins skarpar og áður. Þó sjást þau enn mjög skýr sums staðar, t. d. eitt, óvana- lega djúpt, með skörpum brúnum sums staðar, en botn flatur. Dýpið mældist 14.5 m og þver- mál að ofan 30 m. (Úr bréfi frá Flosa Björns- syni). Hrútárjökull. I vor (1959) fannst hellir mikill eða göng í Hrútárjökli (grjótborna jöklinum við Múla). Mældist lengdin 257 m, en nokkuð krókótt. Möl og grjót var í botni, en þó sást jökull í botninum á einum stað framarlega og hefur líklega verið annars staðar undir mölinni. (Sjá sérstaka grein á bls. 30 eftir Flosa Björns- son). Jökulsárlón er að venju mjög fullt af jökum neðan til, mun enn vera að stækka inn eftir (austur). „Stemmulón“. Haustið 1958 voru komin nokkur lón meðfram jöklinum á milli Jökulsár og Stemmu. Að vísu voru þau ekki stór, en nú eru þau lón öll horfin, liafa grafið sér farveg vestur í Jökulsárlón, og er sá farvegur nokkuð djúpur vestan til, en lítið vatnsrennsli í hon- um. Enn er þó allbreitt haft vestan við Stemmu, sem þessi farvegur hefur ekki myndazt í. En fari svo, að farvegurinn haldi áfram að grafast austur, getur Stemma hlaupið vestur í Jökulsá meðfram jöklinum. (Úr bréfi Þorsteins Guð- mundssonar á Reynivöllum 10. des. 1959). Súla og Skeiðará. Hannes á Núpsstað skrifar 22. nóv. 1959: „Nú er Súla sem sagt þurr og minnkaði einkennilega fljótt, í samanburði við önnur vötn, eftir jafnmiklar rigningar. Eg hef meir en grun um, að hún hafi tekið fyrir að falla austur í Skeiðará, enda er gert úr, að hún hafi verið óvenjumikil í haust. — Eg varð þess var sum árin, að þær uxu á víxl; er önnur minnkaði, þá óx hin, en það var ekki nema einstöku ár og helzt fyrir hlaup, því að þetta er raunverulega ein og sama áin. — Ragnar Stefánsson í Skaftafelli, sem hefur um mörg ár mælt breytingar á austanverðum Skeið- arárjökli og Morsárjökli, segir í bréfi ds. 20. nóv.: „I Skeiðará hefur verið sérstaklega mikið vatn. Frá síðari hluta júlí og fram í október hefur aldrei verið eins mikið í henni, síðan ég fór að virða hana fyrir mér. Gamlir menn töldu hér, beggja megin sands, að Súla og Skeiðará flyttu sig til undir jökli, þannig að stundum falli úr Skeiðará í Súlu og stundum fari Súla í Skeiðará. -------Annars var þetta svo óvenjumikið vatn, að ég var lielzt að gera mér þá hugmynd, að það kynni að stafa af hægum jarðhita undir jöklinum, einkum af því að vatnið var dökkt, næstum eins og hlaupvatn.“ Fjallamenn Á undanförnum 30 árum liafa verið gerðar árlega mœlingar á lengd allmargra skriðjökla hér á landi. Þetta verk hefði verið óframkvœm- anlegt, ef ekki hefði notið við velvilja og fórn- fýsi margra manna, sem eiga heima i grennd við jöklana. Lengst af hafa þeir tekið á sig timatöf og erfiði fyrir enga eða sáralitla þókn- un. Mœlingarnar eru allajafna framkvœmdar um mánaðamólin sept.-okt., en ekki er u.nnt að fastbinda mœlingatímann, m. a. af því að sums staðar er ómögulegt að komast á mœlinga- staðina, fyrr en sumarvatn er ur ám eða jafn- vel komið frost i aura við jökulsporðana, þvi að þar getur verið kafhlaup að sumrinu. I bálkinum Fjallamenn mun JÖKTJLL fram- vegis minnast stuttlega nokkurra þeirra manna, sem á ofangreindan hátt hafa unnið jöklarann- sóknum hérlendis mikið gagn. SKARPHÉÐINN GÍSLASON er fœddur að Vagnsstöðum í Suðursveit 18. jan. 1895 og hefur 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.