Jökull


Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 26

Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 26
Guðlaugur kom á tilsettum tíma, og kl. 10 var búið að binda farangur í klyfjar á þrjá hesta. Auk Guðlaugs var Guðjón bróðir hans með í ferðinni. Ráðgast var um það nokkuð, áður en af stað var lagt, hvort fara skyldi Kálfafellsheiði eða Rauðabergsheiði. Menn óttuðust jafnvel) að Djúpá væri ófær innfrá. Það varð að ráði að ríða ána niður á Kálfafellseyrum og halda inn Rauðabergsheiði. Það ferðalag gekk mjög seint. Þegar inn í Djúpárdal kom, reyndist áin þar vel fær og reið Guðjón hana þar. Var þessi óþarfa krókur til mikillar tafar. Allt gekk þó slysalaust inn að jökli. Héldum við að rönd- inni skammt austan við Hágöngur, því vestan þeirra var Síðujökull illfær að sjá. Menn leystu nú í snatri og fengu sér bita, og þeir bræður bjuggust sem skjótast til heimferð- ar. Þá var kl. sjö, er þeir sneru aftur. Við félag- ar reistum tjaldið á jökulöldu næstum alveg við jökuljaðarinn. Veður var þá allgott, nokkuð kalt, en þurrt að kalla. Síðar um kvöldið fór að slíta úr honum, og um lágnættið var komin húðar- rigning. Undir morguninn kólnaði með fjéiki, og var alhvítt, þegar út var litið. Var hann þá á norðan. Þröngt var í tjaldinu, og gátum við illa var- izt bleytu, eins hafði blotnað undir botninum, og var tjaldstæðið nú hið versta. Þennan dag, laugardaginn 29. september, var leiðindaveður framan af degi, látlaus rigning og dimmviðri að sjá inn á jökli. Þeir Friðþjófur og Alfreð fara könnunarferð inn á jökul að leita eftir, hvar hægast muni vera að fara upp. Við Egill gerum sitt hvað að farangri og tjaldi. Um hádegið tök- um við okkur til og hlöðum pall úr stórgrýti og flytjum tjaldið á hann. Þeir, sem fóru á jökulinn, koma nú aftur og segja hann erfið- an, sprunginn og illt að finna færa leið sakir dimmviðris. Um nónbil léttir, og við reynum að þurrka, en þetta reyndist aðeins glenna, því að kl. hálf-sex er komin norðvestan-krapahríð. Sunnudaginn 30. september. I nótt lygndi, og nú sváfum við vel. Hálf-sjö fórum við að tygja okkur. Þá var niðaþoka, og brátt fór að rigna. Við bárum farangurinn upp á jökuljað- arinn og bjuggum á sleðann. Kl. tíu lögðum við af stað, og rétt á eftir gerði úrhellisslyddu. Færðin var bölvuð og sleðinn drepandi. Við blotnum. Jökullinn er sprunginn, og illa sér fyrir sprungum vegna dimmunnar. Við urðum fyrir því óhappi, að olíubrúsinn týndist af sleðanum. Þetta var eina eldsneytið, sem við 24 höfðum, svo nú var illt í efni. Úr þessu rætt- ist þó. Friðþjófur livarf aftur í leit að brúsanum og kom aftur með hann eftir drjúga stund. Hafði brúsinn losnað, skömmu eftir að jökul- gangan hófst. Klukkan liálf-sjö nemum við staðar og reisum tjaldið á rima milli tveggja sprungna. Það situr mjúkur snjór í sprungun- um. Við hlöðum skjólgarð í kringum tjaldið rir honum. Við hitum tjaldið upp með prímus og förum í þurrt. Mánudaginn 1. oktéiber. Látlaus úrhellisrign- ing í alla nótt. Blotnum allir meira og minna. Höklum kyrru fyrir í dag og reynurn að þurrka við prímusinn. Þegar klukkuna vantar fjórða- part í þrjú heyrum við í flugvél, sem virtist fljiiga í norðaustur. Þokulagið yfir jöklinum getur ekki verið mjög þykkt. I nótt hafa komið göt á skjólgarðinn, sem við hlóðum kringum tjaldið í gær. Nil styrkjum við garðinn til muna. Milli fimrn og sex birti sem snöggvast, svo að rofaði í Hágöngur og Geirvörtur. Um kvöldið skall saman aftur. Suðaustan ofsaveður. Allt er nú orðið jafnblautt úti sem inni. Við skríðum blautir í pokana. Þriðjudaginn 2. október. Suðaustan og sunn- an ofsarigning. Ekkert viðlit að hreyfa sig. Þornaði ofurlítið um hádegið. Þokan sótsvört og gapandi sprungur í hvaða átt sem haldið er. Liggjum um kyrrt. Miðvikudaginn 3. október. Lögðum upp klukkan tíu og höldum áfram til tvö. Við göngum eftir áttavita, því að livergi sér til kennileita. Jökullinn er mjög seinfarinn í þok- unni vegna sprungnanna, og svo er hann þræls- lega brattur á þessum slóðum. Loks erum við innikróaðir og setjumst að. Fimmtudaginn 4. október. I nótt hefur birt, heiðskírt og sól. Þurrkum. Leggjum upp klukk- an tíu. I dag er ágætis færi, en sleðinn er þung- ur í drætti, svo heldur miðar hægt, og alltaf er frekar á fótinn. Við erum komnir vel norður fyrir Þórðarhyrnu, þegar heyrist í flugvél. Sjá- um við hana fljótlega, hún flýgur austur yfir. En hún hefur víst komið auga á okkur, því að nú snýr hún við og flýgur í hring yfir okkur. Svo flýgur hún aftur norðaustur á bóginn, snýr enn við og rennir sér lágt framhjá og kastar um leið böggli niður til okkar. Við látum í ljós ánægju okkar og þakklæti með því að baða út öllum öngurn og veifa. Þeir fljúga enn einn hring yfir okkur, en hverfa síðan austur og upp. Böggullinn féll skammt norðan við okkur,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.