Jökull


Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 42

Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 42
Grímur póstur (eins og hann var jafnan kall- aður) hafði enn slegizt í förina upp eftir, því að mörg þúsund bréf biðu afgreiðslu. Fyrir í Gríms- vatnaskála var Jón Brynjólfsson bryti og Ivar H. Friðþjófsson, sem bættist þar með í 3. hóp- inn — eftir að hafa tekið þátt í 2. hópferð. Alls var því 20 manns saman komið i skálanum. Innistaða var um daginn og sambandslaust. Þriðjud. 17. júní. Leiðindaveður. Innistaða. Frost 10—12 st. Skafrenningur og skyggni lítið, en hjó samt fyrir fjöllum í suðri annað slagið. Versnaði um kvöldið. Mikið annríki í pósthús- inu, en sambandslaust við umheiminn. Aliðvikud. 18. júní. Norðan-stórhríð í nótt, en batnaði með hádeginu. Renningur og blindhríð með köflum. Fórum ofan í Grímsvötn undir kvöld í góðu veðri, en muggulegu. Gengum á Depil. Nú er Depill þverhníptur hamar niður að vatni, sem safnast í þröngt hvarf við ham- arinn. Þar tókum við drykkjarvatn. Allþvkkur ís var á pollinum, og þurfti að höggva. Fimmtud. 19. júni. Eftir að hafa heyrt veður- fregnir kl. 20.30 ákvað ég að reyna ferð á Hvannadalshnúk. Var búizt til ferðar í skyndi með eldhússleða aftan í Kraka. M. a. Jrurfti að logsjóða brotna styttu í meiðum eldhússleðans, og gerði Hörður Hafliðason það fljótt og vel. Meðan á ferðabúningi stóð, gerði svarta- muggu, og stóð svo, þegar lialdið var af stað, kl. 23.10. Færi var gott. Er við höfðum farið um 5 km austur á bóginn, létti til, og blasti við Hvannadalshnúkur í allri sinni dýrð. Var enn ekið austur undir Esjufjallahala, en þá beygt í stefnu á mitt Harmannaskarð. Þar var sleði skilinn eftir og ekið sem leið liggur upp Jökul- bak, yfir Tjaldskarð og Snæbreið að rótum Hvannadalshnúks og komið þangað föstud. 20. júní kl. 05.00. Harðfenni var norð- an í hnúknum, og voru höggvin djúp spor upp alla kinnina, en auk þess voru menn bundnir í fjallavað með 2—3 m millibili. Gekk allt slysa- laust, og var dvalizt á tindinum milli kl. 07 og 08 í dýrlegu veðri og útsýni. Sást til Herðu- breiðar og Snæfells í norðri, en Eyjafjallajökuls og Iverlingarfjalla í vesturátt. Kl. 09 lögðum við af stað frá hnúknum. Var þá að drífa á hann ský, og tók ekki af honum aftur. I Hermannaskarði var enn sólskin, og var ráðgert að fara niður með Miðfellsegg að Þumli. 40 Frá því var þó horfið (mest vegna svefnleysis) og haldið beint á Grímsfjall. Var nú sofið til kl. 20.00, en síðan etið og drukkið. Öllum fannst sem þessi sólskinsstund á Hvannadalshnúk hefði bætt þeim allt hríðarveður og innistöður, sem yfir þá hiifðu gengið. Sú frétt barst í útvarpinu þetta kvöld, að Guðm. Jónasson hefði verið sæmdur riddara- krossi Fálkaorðu. Sagði fararstjóri nokkur orð í því tilefni og minntist verðleika G. J. Var hróp- að ferfalt liúrra fyrir honum. Dr. Haraldur Matthíasson þakkaði Guðmundi og fararstjóra fyrir förina á Hvannadalshnúk, sem hefði heppn- azt eingöngu fyrir rösklegan akstur og vilja- festu, þar sem ekki mátti nema stundarkorni muna, að þoka byrgði fjallið. — Enn var þess rninnzt, að þetta gerðist allt á sjálfan kven- frelsisdaginn, 19. júni. Lögðu konur og fram mungát bæði á pelum og pelalausa! Laugard. 20. júní. Þokuloft. Hægviðri, síðan SA-blástur. Frostlaust að kalla og enginn renn- ingur. Um rniðjan dag var búizt til ferðar í íshellana, og var inngangur heldur ógreiður eft- ir fannkomuna að undanförnu. Loks varð þó komizt niður í gaphús mikið, sem lá skáhalt niður með fjallshlíðinni. Voru brattar og laus- ar vikurskriður annars vegar, en bogadregin íshvelfing hins vegar. Sumar hvelfingarnar eru stórfagrar með kynlegum skreytingar í bláum eða fölgrænum lit. Sunnud. 21. júní kvöddu góðir gestir dyra. Voru þar komnir Arni Kjartansson, Magnús Eyjólfsson og Arni Edwins — á skíðum sunnan frá Þumli. Höfðu farið upp úr Kjós á föstudag, tafizt vegna rigninga, en síðan tekið stefnu á Grímsfjall í svartaþoku og súkl, en meinhægu veðri. Niðurlag ferðasögunnar er fljótsagt. Þegar sama þokubrælan lá yfir Grímsfjalli næsta morg- un, var ákveðið að halda til Jökulheima. Gekk sti ferð mjög að óskum, þótt skyggni væri sama og ekkert fyrr en komið var niður undir jökul- sporð. í h. u. b. 1250 m hæð var reistur þrí- fótur úr almíni til snjómælinga (en ekki fannst hann vorið 1960!). I Jökulheimum var dásamlegt veður, eins og allajafna í þeirri sveit, og heimförin þaðan til Reykjavíkur gekk eins og í sögu. Jón Eyþórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.