Jökull


Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 38

Jökull - 01.12.1959, Blaðsíða 38
sonar, og bílstjórinn Heiðar. Beltabíllinn Kraki var einnig með í för og eigandi hans, Gunnar Guðmundsson, sem ók honum á vörubíl til Jökulheima. Kaffi var drukkið á Selfossi að vanda, árbítur snæddur í skógarrjóðri norður af Galtalæk og skein þar sól á nýlaufgaðan skóginn, en er að Tungná kom, kl. 15.45, var veður orðið rysjótt. Meðalvatn var í ánni og komumst við yfir hana án ævintýra, en Sigur- jón Rist viðbúinn á suðurbakka að vaða út í, ef með þyrfti; hann var við mælingar þarna á öræfunum. Til Jökulheima komum við kl. rúmlega 21 og höfðum þá frétt, að Guðmundur Jónasson sæti enn á Grímsfjalli og að brotið væri drif í vísil hans, Gosa. Var því komið skilaboðum í bæinn um að senda drif inn að Hófsvaði. Þangað fór- um við Heiðar um nóttina og sóttum drifið og komum aftur í Jökulheima kl. 6 að morgni þess 4. Var þá enginn á ferli nema Jón kokkur, sem hrokkið hafði upp með andfælum kl. 5 og hélt vera komið hádegi. Þennan dag var veður sæmi- legt framan af, en tók að rigna er leið á daginn. Voru þá margir úr okkar hópi á heimleið frá Langasjó og hröktust nokkuð. Um kvöldið kom Guðmundur niður að jökulröndinni á Gusa með fullfermi jökulfara úr fyrstu ferðinni, en hafði orðið að skilja hóp eftir á Grímsfjalli. Meðal farþega Guðmundar var Grímur póstur, sem átti heim að fara, en var sni'iið inn á jökul aftur, og kostaði það ekki langar yfirtölur. Ekki var viðlit að koma öllum okkar hópi upp í Grímsvötn í Gusa og Kraka, og varð að skilja 11 eftir í Jökulheimum. Þeir, sem á jökul- inn fóru, komust loks af stað frá jökulrönd kl. 2 aðfaranótt 5. júní. Sæmilega bjart var þá yfir lágjöklinum, en var að syrta að. Færi var af- leitt og álmsleðinn stóri, sem var aftan í Kraka, afleitur í drætti. Eftir 10 klt. ferð var færið orð- ið svo hábölvað, að hvorki gekk né rak, og var því staðar numið vestur af I-Iáubungu í austan- hvassviðri og hríðarbyl. Þarna var látið fyrir berast til kl. 18.30, er aftur var haldið af stað, og var færið þá illskárra um stund, en brátt sótti í sama horf, og hafði okkur ekki miðað langt, er við slógum tjöldum snemma aðfarar- nætur 6. júní, suðvestan í Háubungu, — en okkur hafði borið nokkuð suður úr réttustu leið. Laugardaginn 6. júní var haldið kyrru fyrir fram yfir hádegi í von um að rofaði til, hvað þó ekki skeði, og var þá haldið af stað kl. 13.15, og fór Guðmundur á undan í Gusa, en hafði talsamband við Kraka. Fór enn sem fyrr, að álm- sleðinn hlóð framan við sig snjó, svo að honum varð vart þokað, en klaki settist stöðugt á drif- hjól Kraka, svo að hann tolldi ekki í gír. Var það ráð loks tekið, og þó með þungum hug, að skilja eftir álmsleðann með mestum hluta matar- birgðanna og freista þess að komast til Gríms- vatnaskála með drifið í Gosa. Svo fljótt fennti í slóð Guðmundar, að torvelt var að fylgja henni, og villubirtan var svo mikil, að ég frétti það eftir á, að dömurnar í Gusa hefðu staðhæft við Guðmund, að Valdimar Örnólfsson væri að koma, kváðust þekkja hans þjálfaða skrokk og eleganta göngulag, — en þetta reyndist vera þumlungslangur skrúfnagli í snjónum fáa faðma frá Gusa. En Valdimar hélt til í Kraka og stjórn- aði þaðan morgunleikfimi í Gusa gegnum tal- stöðvarnar. Kl. 20 rofaði loks til, svo að grillti í Svíahnjrik, og vorum við þá norðvestan í Háubungu. I Grímsvatnaskála komum við laust fyrir mið- nætti, og var þá veður kyrrt að kalla og frost 3 stig. Var okkur vel tekið af skálabúum, sem fýsti að komast til byggða eftir nær viku inni- setu á Grímsfjalli. Fluttu þeir sig úr skálanum i bíla og sátu þar alla nóttina, en við hvíldum lúin bein í hlýjum bólum þeirra. Þetta kallast gestrisni. Að morgni sunnudags 7. júní var sæmilega bjart í lofti en skafrenningur mikili. Ekki kom- ust Jreir, er heim ætluðu, af stað fyrr en kl. 14.10, og samferða þeim fórum við Gísli á Kraka til að leita uppi matarsleðann, en okkur var ekki rótt fyrr en hann væri fundinn. Með okk- ur i þessa för völdum við tvo vaska menn, þá Dóra og Pétur, og kvenmann að auki, sem við vissum vera karlmannsígildi um dugnað, ef í harðbakka slægi, Halldóru. Svo var fennt í slóð okkar, að sums staðar fannst hún ekki nema gengið væri þvert á hana og kannað með brodd- staf, hvar fast væri fyrir undir lausasnjónum. En loks fundum við álmsleðann, grófum hann upp og héldum svo heim á leið. Var sú ferð ærið erfið, en að sama skapi skemmtileg, og komumst við í skálann nær miðnætti. Er risið var úr rekkju mánudagsmorguninn 8. júní, ekki ýkja snemma, var bjart til suðurs að sjá og Öræfajökull alheiður. Enn var all- mikill skafrenningur af norðri, en skýlt er í brekkunum suðaustur af skálanum, og þar kenndi Valdimar dömunum skíðakúnstir fram 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.